Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 9
kemur fyrir í 4. mgr. 33. gr. og 53. gr. ATL, en í þeim ákvæðum virðist það nánast notað í merkingunni slysatryggður. (1 4. mgr. 33. gr. er talað um vinnutekjur bótaþéga. Það merkir vinnutekjur slysatryggðs skv. þeirri hugtakanotkun, sem hér er höfð. Vinnuveitanda slysa- tryggðs einstaklings má telja bótaþega, ef hann á rétt til dagpeninga skv. 5. mgr. 33. gr., en vinnuveitandinn er ekki slysatryggður.) í 58. gr. er orðið umsækj andi notað um þann, sem á kröfu um greiðslu bóta, þ. e. bótaþega í þeirri merkingu, sem hér er lögð í síðargreint orð. 1 almannatryggingum er ekki til að dreifa neinum vátryggingartaka eins og í einkavátryggingum, sbr. 2. gr. VSL. Opinberar trygginga- stofnanir eiga sér yfirleitt engan viðsemjanda, sem óskar eftir að kaupa slysatryggingu.2 Slysatrygging eftir IV. kafla ATL er skyldu- trygging, sbr. þó undantekningar skv. 30. gr. ATL, sem frá var greint í 2. kafla hér að ofan. Þótt enginn sé hér vátryggingartakinn, koma við sögu tveir aðilar, er að vissu leyti svara til vátryggingartaka í einkavátryggingum, þ. e. (1) sá, sem slysatryggingarskyldan hvílir á, og (2) • sá, sem óskar slysatryggingar eftir 30. gr. Sá, sem tryggingarskyldan hvílir á, verður nefndur tryggingarskyld- ur hér á eftir, en sá, sem óskar slysatryggingar eftir 30. gr., verður kallaður tryggingarkaupandi. Tryggingarskyldum og tryggingarkaup- anda er skylt að láta stj órnvöldum í té upplýsingar, sem álagning slysa- tryggingariðgjalda byggist á, sbr. 64. og 30. gr. ATL. Þeim er skvlt að greiða iðgjaldið, sbr. 36. gr. Einnig hvíla á þeim aðrar skyldur, svo sem að tilkynna um slys, sem ætla má, að sé bótaskylt skv. ATL, sbr. 28. gr. ATL hafa ekki sérstök orð um hugtökin tryggingarskyldur og tryggingarkaupandi. I 28. gr. kemur þó fyrir orðasambandið „hinn tryggði“, að því er virðist í þessari merkingu. Eigi er heppilegt að nota hugtakið „hinn tryggði" um tryggingarskyldan eða tryggingar- kaupanda, vegna þess að hætt er við, að því hugtaki verði ruglað sam- an við hugtakið slysatryggður. - Að vísu hefur Tryggingastofnun ríkisins skv. 75. gr. ATL heimild til að taka að sér frjálsar slysatryggingar, en sú heimild er mjög lítið notuð nú. Þegar heimildin er notuð, skal gefa út vátryggingarskírteini, sbr. 75. gr. Um frjálsar slysatryggingar á vegum Tryggingastofnunar ríkisins fer væntanlega eftir lögum um einkavátryggingar og þá einkum VSL. Benda má á eftirfarandi dóma í málum um frjálsar slysatrygg- ingar, sem Tryggingastofnunin seldi á sínum tíma: Hrd. 1941, 42 (frávísun), 1942, 196 (ferðaslysatrygging) og 1954, 565 (sýkna). 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.