Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 27
um málsmeðferð fyrir stjórnsýsludómstólum og hjá stjórnvöldum. 1 tillögunni var gert ráð fyrir, að fyrirhuguð löggjöf tæki aðeins til þeirra mála, er snertu rétt og skyldu einstaklinga og annarra óopin- berra aðila. 1 greinargerð fyrir tillögunni var m. a. bent á nauðsyn þess, að reglur um málsmeðferð í stj órnsýslunni yrðu samræmdar og um leið gerðar ítarlegri í ýmsu tilliti. Jafnframt var lögð áhersla á, að réttaröryggi á sviði stj órnsýslunnar yrði aukið. Tillaga þessi náði þá þegar fram að ganga. Árið 1944 var Herlitz — og síðar þrem lögfróðum mönnum — falið að leggja drög að frumvarpi sama efnis og þingsályktunin gerði ráð fyrir. Á þessum tíma ríkti lítil lögeining í sænskri stjórnsýslu, t. d. höfðu reglur um málsmeðferð þróast á mismunandi hátt á sviðum, er í raun áttu margt sameiginlégt. Starf þremenninganna hlaut því að taka langan tíma, enda liðu tuttugu ár, uns lokatillögur þeirra lágu fyrir. Frumvarp það, er þremenningarnir lögðu fram, var alls 155 greinar og geysivíðtækt. Þannig tók það bæði til meðferðar mála fyrir stjórn- sýsludómstólum og hjá stjórnvöldum, hvort sem þau störfuðu á veg- um ríkis eða sveitarfélaga. Og í því var að finna ítarlegar reglur um málsmeðferð, — bæði á kærustigi og fyrsta stigi máls. Frumvarpið varð þegar mjög umdeilt. Gagnrýnin laut einkum að því, að frumvarpið væri of viðamikið og efni þess bæri að auki of mikinn keim af réttarfarsreglum. Slíkt gæti gert stjórnarframkvæmd of þunga í vöfum og kæmi ekki síður niður á réttaröryggi í stjórn- sýslunni, þar eð almenningur — og jafnvel meirihluti embættismanna Eiríkur Tómasson lauk lagaprófi s.l. vor, starf- aði síðan sumarlangt hjá Lagastofnun Háskól- ans að skýrslugerð um gjaldþrotaskipti (sjá TL 2. hefti bls. 85), en er nú við framhaldsnám í stjórnarfarsrétti í Lundi. Greinin, sem hér birt- ist, var tekin saman fyrir Lagastofnunina. Þar er sagt frá stjórnsýslulöggjöf Svíþjóðar frá 1971. Voru þá sett fjögur lög um þessi efni á sama árinu, og lauk þar með endurskoðunar- starfi, sem staðið hafði í rúmlega 20 ár. Eiríkur lýsir í grein sinni einkum þeim lögum, sem í eru almennar reglur um málsmeðferð hjá stjórn- völdum. Einnig víkur hann í lok greinarinnar að hinum norsku stjórnsýslulögum frá 1967 og að þeim mun, sem er á löggjöf Svía og Norð- manna á þessu sviði. 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.