Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 14
um tiltekið árabil skv. reglum, sem ráðuneyti setur að fengnum til- lögum tryggingaráðs, 4. mgr. 34. gr.* 1 2 3 4 Hins vegar eru bætur fyrir var- anlega örorku, sem er 50% eða meiri. Bætur fyrir svo mikla örorku greiðast með lífeyri, sbr. 1.—3. mgr. 34. gr. Lífeyririnn greiðist mán- aðarlega eftir á, 56. gr. Fullur örorkulífeyrir (þ. e. fyrir örorku, sem er 75% eða meiri) nemur nú 16.139 kr. á mánuði. Eigi er það skilyrði fyrir greiðslu bóta fyrir varanlega örorku, að slasaði missi tekjur af völdum örorkunnar. Er mjög algengt, að tekjur manna haldist svo til óbreyttar þrátt fyrir örorkuna. örorkan er metin af tryggingayfirlækni og tryggingalækni Trygg- ingastofnunar ríkisins, en ekki eru í lögum ákvæði um, hvernig ör- orkumat skuli fara fram eða hver sjónarmið skuli leggja til grund- vallar mati. Um það vísast til greinar eftir Pál Sigurðsson ráðuneytis- stjóra í Tímariti lögfræðinga 1972, bls. 41 o. áfr. 1 Hrd. 1940, 313 var deilt um, hvort örorka slysatryggðs verkamanns væri varanleg og hvort hún teldist bein afleiðing slyss. 7.4. Dánarbætur Valdi slys dauða innan tveggja ára frá því, er það bar að höndum, greiðast dánarbætur skv. reglum, svo sem nánar greinir í 35. gr. ATL. Þessir aðilar geta átt rétt á dánarbótum: ekkja eða ekkill, börn, fóstur- börn, foreldrar, fósturforeldrar, systkini og dánarbú hins látna. Dánarbætur til sumra þessara aðila eru greiddar sem lífeyrir, en til annarra eru þær greiddar í einu lagi. Ekkja (ekkill), sem var samvistum við hinn látna eða á framfæri hans, á rétt á lífeyri að fjárhæð 20.222 kr. á mánuði í 8 ár frá dánar- dægri hins látna, a-liður 35. gr. Auk þess greiðast viðbótarbætur (líf- eyrir) til ekkju (ekkils), sem er meira en 50% öryrki eða er orðin(n) 50 ára, sbr. ítarlegar reglur í b-lið 35. gr. Með 51. gr. ATL er sambúðar- 4 Eingreiðslur örorkubóta eru að sjálfsögðu misháar eftir örorkustigi. Einnig hafa önnur atriði áhrif á bótafjárhæð og þá fyrst og fremst aldur slasaða. Hér er ekki kostur að gera grein fyrir hvernig eingreiðslan er reiknuð út, en nefna má þrjú dæmi um eingreiðslur, sem reiknaðar eru út miðað við slysabótafjárhæðir eins og þær voru í desember 1975: 1. Slasaði 18 ára, er hann slasast. Varanleg örorka er 15%. Eingreiðsla nemur 458.643 kr. 2. Slasaði 45 ára, er hann slasast. Varanieg örorka er 15%. Eingreiðsla nemur 361.307 kr. 3. Slasaði 60 ára, er hann slasast. Varanleg örorka er 15%. Eingreiðsla nemur 215.753 kr. 152
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.