Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 43
Sé betur að gáð, svipar þó þessum lögum saman. í fyrsta lagi er markmiðið það sama, — báðum lögunum er ætlað að tryggja réttar- öryggi og hagkvæmni á sviði stjórnsýslunnar, að ógleymdri lögeiningu með því að byggja út fjölda sérákvæða. 1 öðru lagi er gildissviðið áþekkt, — Fvl. eru þó að því leyti víðtækari en FL, að þau ná — án nokkurra undantekninga — til þeirra stjórnvalda, er starfa á vegum sveitarfélaga. Og síðast en ekki síst eru efnisreglurnar furðu keim- líkar. Ákvæði beggja laganna taka ekki aðeins til nokkurn veginn sömu álitaefna, heldur leysa þau í megindráttum með sama hætti. Þessi samanburður á norsku og sænsku stjórnsýslulögunum verður að nægja að sinni. Fróðlegt væri án efa að bera þessi tvö lög saman grein fyrir grein, en slíkt væri efniviður í aðra greinargerð, a. m. k. jafn langa þessari. 3.2. Enginn vafi leikur á því, að FL (og Fvl.) hafa stuðlað að auknu réttaröryggi og meiri hagkvæmni í sænskri (og norskri) stjórnsýslu. Staða einstaklinga og annarra óopinberra aðila gagnvart stjórnvöldum er tryggari en áður, og stjórnvöld eru nú síður í vafa um, hvað sé gild- andi stjórnarfarsréttur í einstökum tilvikum, en það eitt sparar þeim bæði tíma og fyrirhöfn. Þá er stjórnarframkvæmd öll einfaldari og samræmdari en fyrr. Þessi reynsla Svía (og Norðmanna) hlýtur að hvetja aðrar Norður- landaþjóðir til að fylgja fordæmi þeirra. 1 Finnlandi er um þessar mundir unnið að setningu stjórnsýslulaga, og í Danmörku hefur a.m.k. komið til álita að gera það. Danir hafa þegar lögfest almennar reglur um hluta málsmeðferðar hjá stjórnvöldum, einkum með lögunum um upplýsingaskyldu stjórnvalda — lov om offentlighed i forvaltningen. Er það útbreidd skoðun í Danmörku, að hentugra sé að innleiða al- mennar reglur um meðferð mála hjá stjórnvöldum með setningu dreifðra lagaákvæða í stað eins lagabálks. Á íslandi ríkir sem kunnugt er veruleg réttaróvissa á sviði stjórn- sýslunnar — ekki síst að því er varðar málsmeðferð hjá stjórnvöldum. Óþarfi er að nefna dæmi því til staðfestingar. Því er jafnvel enn meiri þörf á að setja heildstæð stjórnsýslulög hér á landi en á hinum Norð- urlöndunum. Ségja má, að frumvarpið til laga um upplýsingaskyldu stjórnvalda sé vísir að slíkri lagasetningu, — en betur má, ef duga skal. Það er von höfundar, að þessi grein um sænsku stjórnsýslulögin verði til þess að vekja athygli á þörfinni fyrir skýrari réttarreglur um meðferð mála hjá íslenskum stjórnvöldum — og þar með auknu réttar- öryggi og meiri hagkvæmni í íslenskri stjórnsýslu. 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.