Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 16
kunna að verða fyrir vegna hinnar sérstöku lögbundnu ábyrgðar skv. sjóml. Heim- ildin nær skv. framansögðu bæði til slysa og sjúkdóma.5 7.7. Hvaða bætur almannatrygginga mega fara saman? Slysatrygging skv. IV. kafla ATL er aðeins einn þáttur almanna- tryggingakerfisins. Um samband bóta skv. IV. kafla og annarra bóta eftir ATL eru reglur í 50. gr. ATL. Skv. 2. mgr. 50. gr. er meginreglan sú, að enginn getur samtímis notið nema einnar tegundar greiddra bóta skv. ATL. I 50. gr. eru þó ýmsar mikilvægar undantekningar frá þeirri reglu, en ekki er ástæða til að rekja þær hér. 8. Iðgjöld Tryggingastofnun ríkisins þarf að sjálfsögðu á tekjum að halda, til þess að standa straum af greiðslu bóta og kostnaðar við rekstur slysa- trygginganna. Þeirra tekna er aflað með álagningu iðgjalda. Slysa- trygging skv. IV. kafla ATL er opinber trygging og er flest gerólíkt með iðgjaldareglum hennar og reglum þeim, er gilda um iðgjöld í einkavátrýggingum (um þær sjá einkum 12.—17. gr. laga nr. 20/1954). Um iðgjöld eru reglur í 36. gr. ATL. Þar segir m. a., að um skiptingu í áhættuflokka og iðgjald fyrir hvern flokk skuli ákveðið með reglu- gerð, er ráðherra setji að fengnum tillögum Tryggingastofnunarinnar. Einnig ségir, að með reglugerð skuli ákveðið fast iðgjald vegna ýmissa tækja, sem nánar eru tiltekin í lagagreininni. Núgildandi reglugerð um iðgjöld til slysatrygginga er nr. 7/1964, en ákvæðum hennar um fjárhæð iðgjalda hefur oft verið breytt, síðast með reglugerð nr. 391/ 1974. Rg. nr. 391/1974 um breyting á reglugerð nr. 7/1964 vísar einnig til reglugerðar nr. 60/1969, en gleymst mun hafa að fella hana úr gildi. Þeir, sem skyldir eru til að greiða iðgjöld eru fyrst og fremst at- vinnurekendur, 36. gr. ATL. Þeim er skylt að greiða iðgjöld vegna 5 Ákvæði, sem svarar til 76. gr. ATL, var fyrst lögfest í gildistíð sjóml. nr. 41/1930, en skv. þeim óttu skipverjar ekki rétt til kaups í slysa- og veikindaforföllum í eins langan tíma og nú er. Heimildarákvæði eldi ATL náðu til áhættu vegna slysa, en ekki veikinda. Heimild þessi var fyrst notuð 1951, sbr. auglýsingu nr. 2/1951 og er sú auglýsing enn í gildi. Eftir gildistöku sjóml. 1963 hefur hliðstæðum heimildum í ATL verið beitt að sama marki og áður, þannig að viðbótartryggingin nær aðeins til fyrstu vikunnar, sem sjómaður er óvinnufær vegna slyss. í Hrd. 1953, 113 reyndi á skýringu á ákvæðum eldri ATL um viðbótarslysatrygginguna. 154
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.