Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Page 16
kunna að verða fyrir vegna hinnar sérstöku lögbundnu ábyrgðar skv. sjóml. Heim-
ildin nær skv. framansögðu bæði til slysa og sjúkdóma.5
7.7. Hvaða bætur almannatrygginga mega fara saman?
Slysatrygging skv. IV. kafla ATL er aðeins einn þáttur almanna-
tryggingakerfisins. Um samband bóta skv. IV. kafla og annarra bóta
eftir ATL eru reglur í 50. gr. ATL. Skv. 2. mgr. 50. gr. er meginreglan
sú, að enginn getur samtímis notið nema einnar tegundar greiddra
bóta skv. ATL. I 50. gr. eru þó ýmsar mikilvægar undantekningar frá
þeirri reglu, en ekki er ástæða til að rekja þær hér.
8. Iðgjöld
Tryggingastofnun ríkisins þarf að sjálfsögðu á tekjum að halda, til
þess að standa straum af greiðslu bóta og kostnaðar við rekstur slysa-
trygginganna. Þeirra tekna er aflað með álagningu iðgjalda. Slysa-
trygging skv. IV. kafla ATL er opinber trygging og er flest gerólíkt
með iðgjaldareglum hennar og reglum þeim, er gilda um iðgjöld í
einkavátrýggingum (um þær sjá einkum 12.—17. gr. laga nr. 20/1954).
Um iðgjöld eru reglur í 36. gr. ATL. Þar segir m. a., að um skiptingu
í áhættuflokka og iðgjald fyrir hvern flokk skuli ákveðið með reglu-
gerð, er ráðherra setji að fengnum tillögum Tryggingastofnunarinnar.
Einnig ségir, að með reglugerð skuli ákveðið fast iðgjald vegna ýmissa
tækja, sem nánar eru tiltekin í lagagreininni. Núgildandi reglugerð
um iðgjöld til slysatrygginga er nr. 7/1964, en ákvæðum hennar um
fjárhæð iðgjalda hefur oft verið breytt, síðast með reglugerð nr. 391/
1974. Rg. nr. 391/1974 um breyting á reglugerð nr. 7/1964 vísar einnig
til reglugerðar nr. 60/1969, en gleymst mun hafa að fella hana úr gildi.
Þeir, sem skyldir eru til að greiða iðgjöld eru fyrst og fremst at-
vinnurekendur, 36. gr. ATL. Þeim er skylt að greiða iðgjöld vegna
5 Ákvæði, sem svarar til 76. gr. ATL, var fyrst lögfest í gildistíð sjóml. nr. 41/1930,
en skv. þeim óttu skipverjar ekki rétt til kaups í slysa- og veikindaforföllum í eins
langan tíma og nú er. Heimildarákvæði eldi ATL náðu til áhættu vegna slysa, en
ekki veikinda. Heimild þessi var fyrst notuð 1951, sbr. auglýsingu nr. 2/1951 og er sú
auglýsing enn í gildi. Eftir gildistöku sjóml. 1963 hefur hliðstæðum heimildum í ATL
verið beitt að sama marki og áður, þannig að viðbótartryggingin nær aðeins til fyrstu
vikunnar, sem sjómaður er óvinnufær vegna slyss. í Hrd. 1953, 113 reyndi á skýringu
á ákvæðum eldri ATL um viðbótarslysatrygginguna.
154