Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 39
skýrslur og lauslegri athugasemdir, uppdrættir, myndir og aðrir hlutir, — hvort sem þau stafa frá því stjórnvaldi, er fer með viðkomandi mál, eða öðrum aðilum. Og gildir í því sambandi einu, hvort almenningur — þ. e. aðrir en þeir, sem við mál eru riðnir — eigi rétt á að líta þau augum. Óeðlilegt væri, að aðili fengi vitneskju um málsúrslit, áður en ákvörðun stjórnvalds lægi endanlega fyrir. Því er stjórnvaldi talið heimilt — þrátt fyrir fortakslaust orðalag 14. gr. 1. mgr. — að neita að láta í té gögn, er stafa frá því sjálfu og veita upplýsingar um, hverjar verði lyktir máls, — dæmi um slíkt er uppkast að stjórnvalds- úrskurði. Þótt fyrrgreindur réttur aðila sé all víðtækur, er hann samt sem áður takmörkunum háður. Þær takmarkanir er fyrst og fremst að finna í lögum nr. 249/1937 — lag om inskránkingar i rátten att utbe- komma allmánna handlingar (SekrL), sbr. 14. gr. 1. og 2. mgr. FL, er vísa til þeirra laga. Hver og einn á fortakslausan rétt á að fá í hendur endanlega ákvörð- un stjórnvalds í máli, er hann varðar, sbr. 39. gr. 1. mgr. SekrL. Og af 2. mgr. s. gr. leiðir, að sama gildir um aðgang hans að öðrum máls- gögnum, nema ríkir allsherjar- eða einstaklingshagsmunir standi því í vegi. Stjórnvaldi er t. d. heimilt að neita að láta í té upplýsingar um þann, er farið hefur fram á, að tilteknum manni verði komið fyrir á hæli fyrir drykkjumenn, sé ástæða til að óttast hefndarráðstafanir af hálfu drykkjumannsins, sbr. 14. gr. 2. mgr. SekrL. Sé ekki hægt að veita aðila aðgang að fram komnum gögnum, er stjórnvaldi skylt að upplýsa hann með öðrum hætti um þann hluta gagnanna, sem máli skiptir, sbr. 14. gr. 3. mgr. FL, — að sjálfsögðu með því skilyrði, að það skaði á engan hátt þá hagsmuni, er búa að baki þeirri ákvörðun að synja aðilanum aðgangs að gögnunum. Upp- lýsingar þessar er bæði hægt að veita munnlega sem skriflega, eftir því sem við á. Stjórnvaldi er heimilt að banna aðila að skýra öðrum frá vitneskju sinni, t. d. um efni skjals, sem annars á leynt að fara. Brot gegn slíkri þagnarskyldu varðar sektum eða fangelsi allt að einu ári, skv. 20. gr. FL og 41. gr. 1. mgr. SekrL. Skv. 15. gr. 1. mgr. FL skal stjórnvald að jafnaði, áður en það tekur ákvörðun í máli, tilkynna aðila, hvað fram hafi komið í málinu, og gefa honum tækifæri til að tjá sig um málsefnið. (14. gr. FL virðist fljótt á litið vera ofaukið við hlið 15. gr. Höfundar laganna töldu hins vegar rétt að taka af skarið um skýlausan aðgang aðila að málsgögn- um í sérstöku ákvæði, þ. e. 14. gr.) 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.