Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 35
2.2.4. Sú meginregla er talin gilda í sænskum rétti, að stjórnvöldum
sé almennt skylt að gefa almenningi nauðsynlegar leiðbeiningar um
atriði, er varða málsmeðferð í stjórnsýslunni. 8. gr. FL hefur að geyma
fyrirmæli um slíka leiðbeiningaskyldu, en tekur aðeins til vissra tilvika.
Sé umsókn, kæru eða öðru erindi að einhverju leyti áfátt, er stjórn-
valdi skylt að benda á, hvernig ráða megi bót á göllunum, verði slíkt
gert með einföldum hætti. Af þessu leiðir, að það eru einungis minni
háttar annmarkar á erindi, er til álita koma í þessu sambandi — þá
fyrst og fremst formgallar, eins og sá, að umsókn sé óundirrituð eða
umboð óvottfest. Ennfremur er tilskilið, að annmarkarnir geti haft í
för með sér réttindamissi fyrir hlutaðeigandi. Röng uppsetning erindis
hefur — svo dæmi sé tekið — að jafnaði engin áhrif á stjórnvalds-
ákvörðun og er stjói’nvaldi því óskylt — en aftur á móti heimilt —
að benda hlutaðeigandi á að umskrifa erindið.
2.2.5. Skv. 9. gr. FL er stjórnvaldi heimilt að kveðja sér til aðstoðar
túlk, þegar í hlut á einhver, sem ekki hefur fullt vald á sænskri tungu.
173