Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 6
1 Hæstarétti eru forseti og' 23 meðdómendur, jústisráð. Tveir úr hópi meðdómenda eru við sérstakt starf, svokallaða lagakönnun, sem ekki er tengd hinni eiginlegu starfsemi Hæstaréttar heldur lagasetn- ingunni. Til þessa starfs eru dómendur nefndir til tveggja ára hverju sinni. Forseti Hæstaréttar tekur þátt í dómsstörfunum. Hann er skip- aður af forseta lýðveldisins án þess að nokkur formleg tillaga sé gerð. Meðdómendur eru aftur á móti skipaðir af ríkisforsetanum með sama hætti og forsetar hofréttanna án formlegrar tillögu en að fenginni um- sög;n Hæstaréttar. Forsetinn er ekki bundinn af umsögninni en hefur frjálsar hendur. 1 hermálum er rétturinn skipaður tveimur herdóm- urum auk 5 hæstaréttardómara, Herdómararnir eru hershöfðingjar skipaðir til 2 ára í senn. „Framsögumenn“ starfa að málum í Hæsta- rétti. Málflutningur er að mestu munnlegur í undirrétti, en að jafnaði skriflegur í hofrétti og Hæstarétti. 1 raun er þó verulegur hluti mála- rekstursins í héraði í því fólginn, að skipst er á greinargerðum og að fram fara vitnaleiðslur og að fram eru lögð önnur sönnunargögn. Það er oft gagnrýnt, að undirbúningur mála í héraði sé of lítill og að hann sé ómarkviss. Ef mál eru viðamikil, er algengt, að frestur sé veittur hvað eftir annað, og er á engan hátt tryggt, að sami dómari fjalli um mál í öll skipti, þegar þingað er í því. Eins og fyrr segir er málsmeðferðin að jafnaði skrifleg í hofrétti, þegar hann er áfrýjunardómstóll, eins og venjulega er. Dómstóllinn getur þó mælt fyrir um munnlega málsmeðferð, og nú er skylt að hafa þá meðferð í sumum málum. Um hana eru ekki settar reglur í ein- stökum atriðum. Það dregur úr gildi heimildarinnar, að málafjöldinn er mikill, og staðreynd er, að venjulega — en þó ekki alltaf — tekur munnleg málsmeðferð lengri tíma en skrifleg. 1 Hæstarétti hefur eiginleg munnleg málsmeðferð ekki tíðkast til þessa. Vík eg að því hér á eftir. Næstum öll mál eru fyrst lögð fyrir undrrétt. Málskot til hofréttar eru ekki takmörkunum háð, en svo er nú um málskot til Hæstaréttar. Þegar dómstóllinn var settur á laggirnar 1918, var jafnan heimilt að skjóta til hans málum úr hofrétti, en smám saman hefur málskots- rétturinn verið takmarkaður. Nokkur mál fara fyrir hofrétt sem fyrsta dómsstig, svo sem mál vegna brota í opinberu starfi, einkum ef hátt settir embættismenn eiga í hlut, og landráðamál. Málsmeð- fei'ðin er þá munnleg og málskot til Hæstaréttar jafnan heimilt. Jafn- vel Hæstiréttur getur stundum verið fyrsta dómsstig. Er það, ef dóm- ari í hofrétti sætir ákæru eða ef fyrir kæmi, að forseti lýðveldisins 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.