Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Side 50

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Side 50
að hve miklu leyti beri að viðhalda skaðabótarétti. 1 4. kafla er sagt frá nokkrum þeim leiðum, sem til álita koma. Þótt skaðabótaréttur manna vegna líkamstjóns hafi alveg verið felldur niður í Nýja Sjálandi, og ýmsir telji, að öðrum beri að feta í fótspor Nýsjálendinga, eru eins og áður segir flestar breytingartil- lögur bundnar við líkamstjón af völdum umferðarslysa. Mæla ýmis rök með því að ríða á vaðið á því sviði og ráðast síðar í frekari breyt- ingar, ef umferðarslysatryggingar gefa góða raun (4.1.). Ymis álitamál eru tengd spurningunni um, hvort stefnt skuli að því að greiða „fullar“ bætur, ef skaðabótaleiðin verður afnumin eða takmörkuð. 1 fyrsta lagi eru áhöld um, hvað teljist fullar bætur fyrir tiltekna líkamsáverka eða örkuml. Einnig er vafamál, hvort æskilegt sé að menn eigi almennt rétt til að fá tjón sitt að öllu leyti bætt. Fleiri spurningar koma hér upp, t.d. hvort unnt sé að afla fjár til þess að veita öllum tjónþolum svo víðtækan bótarétt (4.2.). Nugildandi skaðabótareglur miðast við, að bætur skuli sníða eftir tjóni hvers einstaks tjónþola. Veruleg hagræðing væri að því að staðla bætur sem mest, eins og algengt er bæði í almannatryggingum og einkavátryggingum. Hér vegast á sjónarmið um að gera bótakerfi sem ódýrust í rekstri og sjónarmið um að greiða hverjum tjónþola bætur, er svara til raunverulegs tjóns hans (4.3.). Ef hefðbundnum skaðabótareglum verður vikið til hliðar, kemur mjög til álita, að nýtt bótakerfi greiði bætur fyrir atvinnutjón og missi framfæranda í formi lífeyris. Vakin er athygli á kostum og ókostum lífeyrisgreiðslna (4.4.). Á hinn bóginn er ekki rætt um rök- semdir, sem mæla með eða gegn því, að hið opinbera annist algerlega öll slysabótamál, sem upp koma í þjóðfélaginu (4.5.). Margir fræðimenn leggja áherslu á, að kostnaði við nýtt bótakerfi verði að jafna niður eftir reglum, sem stuðli að lækkun tjónskostn- aðar í þjóðfélaginu. Kenningar um fjárhagslega vörn gegn tjóni eru reistar á því að draga megi úr þessum kostnaði með því að leggja hann á þá aðila, er taka þátt í starfsemi, sem veldur tjóni, í stað þess að innheimta hann hjá almennum skattgreiðendum í hlutfalli við tekj- ur þeirra eða í formi nefskatta. Ekki eru allir á eitt sáttir um hagnýtt gildi slíkra kenninga, en eigi er unnt að ganga fram hjá þeim, þegar setja skal reglur um ný tryggingaúrræði (4.6.). Ymsar skoðanir eru uppi um markmið bótareglna. Bent hefur verið á, að við endurskoðun á gildandi bótareglum skuli þess m.a. gætt, að nýjar reglur fullnægi kröfum um félágslegt réttlæti og öryggi, jafn- framt því að gætt sé þjóðhagslegrar hagkvæmni. Einnig leggja marg- 100

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.