Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 10
um ákvörðunum, þegar þannig er, og ber að forðast þær svo sem unnt er. 4) Eg mun nú lýsa hinum nýju lögum um Hæstarétt. Til styttingar tala eg um áfrýjunarleyfisbreytinguna. Nefna má, að hún er að miklu leyti í samræmi við þær reglur, sem tóku gildi í Svíþjóð 1971. Aðalatriði nýju reglnanna er, að ákvörðun hofréttar verður ekki skotið til Hæstaréttar nema hann leyfi. Þetta gildir þó aðeins, ef hof- rétturinn hefur dæmt sem áfrýjunardómstóll, en það gerir hann í meira en 99% mála. Áfrýj unarleyfi veitir Hæstiréttur ekki nema fullnægt sé vissum skilyrðum, og eru þau talin upp í lögunum. Hvergi segir, að Hæstarétti sé skylt að veita áfrýjunarleyfi. Beiðnir um leyfi koma til meðferðar í deildum í Hæstarétti, sem í sitja 3 dómendur, en slík skipan deildar er undantekning frá aðalreglunni. Ef leyfi er veitt, sætir málið síðar venjulegri meðferð í deild 5 dómenda. Meðferð beiðna um áfrýjunarleyfi er að öllu leyti skrifleg. Leyfisbeiðandi skal afhenda umsókn sína innan 60 daga frá uppsögu hofréttardóms. Greina skal rök fyrir því, að leyfi megi veita. Hæstiréttur leitast við að taka umsókn- irnar til meðferðar tafarlaust og helst innan 1—2 mánaða eftir að þær berast. Sú reynsla, sem fengist hefur á stuttum tíma af hinu nýja kerfi, sýnir, að umsóknum um áfrýjunarleyfi hefur fækkað veru- lega. Hundraðshluti þeirra hofréttarmála, sem aðilar vilja skjóta til Hæstaréttar, sýnist hafa lækkað um næstum þriðjung. Um umsókn- irnar er ekki fjallað eftir almennum reglum, því að það eitt er til skoð- unar, hvort næg rök hafi verið færð fram — eða hafi með öðru móti komið fram — til þess að leyfi verði veitt til áfrýjunar. Venjulega er nægilegt, að dómendur í Hæstarétti kynni sér dóma lægri dómstóla og umsóknirnar til Hæstaréttar og þau viðbótarskjöl, sem umsækjandi kann að léggja fram. Til þessa hefur áfrýjunarleyfi verið veitt í inn- an við 10% mála; oftar í einka- en refsimálum. Er þetta í samræmi við það, sem er í Svíþjóð. Til þessa hefur um 700 umsóknum verið hafnað. Aðalástæðan til þess, að áfrýjunarleyfi er veitt, er sú, að ákvörð- unin í málinu geti haft fordæmisgildi. í skýringum ríkisstjórnarinnar með frumvarpinu um áfrýjunarleyfiskerfið sagði réttilega, að aðal- hlutverk Hæstaréttar væri að leiða réttarþróunina með ákvörðunum í dæmimálum, svonefndum fordæmum. Nákvæm skýrgreining fordæm- ishugtaksins liggur ekki fyrir. Ef ákvörðunum Hæstaréttar fylgja ítarlégar forsendur, geta þær flestar á einhvern hátt haft þýðingu fyrir lagaframkvæmd og réttarþróun og þannig verið fordæmi. Eftir hinum nýju lögum fellur það þó í hlut Hæstaréttar að segja til um, hvenær 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.