Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 18
2. Þó að tjónþoli eigi skaðabótakröfu að lögum, má vera að sá, sem ábyrgð ber á tjóni, sé ófær um að borga kröfuna. 3. Oft tekur langan tíma fyrir tjónþola að ná rétti þeim, sem hann á skv. skaðabótareglum. 4. Kostnaður við uppgjör skaðabótakrafna er mikill, jafnvel þótt ábyrgðartryggingaraðili annist uppgjör. 5. Mikil óvissa ríkir oft um, hvort tjónþoli eigi skaðabótarétt að lögum og einnig varðandi bótafjárhæð, t.d. upphæð miskabóta, örorkubóta eða bóta fyrir missi framfæranda. Óvissan er bæði bagaleg fyrir tjónþola og þá, sem kröfu eiga að greiða. 6. Ef tjónþoli á skaðabótarétt á hendur vini eða vandamanni, skirr- ist hann yfirleitt við að krefja hann um bætur, nema ábyrgðar- trygging sé fyrir hendi. 7. Þótt margir tjónþolar fái engar eða of lágar bætur, fá sumir tjónþolar of háar bætur. Ymsar ástæður eru til þess, t.d. reglan í 2. mgr. 25. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga um rétt tjónþola til að krefja tjónvald um fullar bætur, þótt hann fái jafnframt greiðslu úr líftryggingu, slysa- eða sjúkratryggingu. 8. Skaðabótareglurnar taka oft ekki nægilega mikið tillit til hags- muna þess aðila, sem bótaábyrgð ber. 1 ýmsum tilfellum verður hinn bótaskyldi fyrir mikilli röskun vegna bótagreiðslu. Ef bóta- grundvöllur er fyrir hendi, verður almennt að dæma bætur, án í grein þeirri, sem hér er prentuð, fjallar prófess- or Arnljótur Björnsson um gagnrýni á þau úr- ræði, sem hinn hefðbundni skaðabótaréttur fel- ur í sér. Sú gagnrýni er raunar ekki ný af nál- inni. Á síðari árum hafa þess sést fleiri ínerki en áður, að hún hafi stuðlað að lagabreytingum. Er það athyglisverðast, að á Nýja-Sjálandi voru sett lög 1973 um ríkistryggingu og afnám rétt- ar til bóta úr hendi tjónþola vegna líkamstjóns. í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi fela hin almennu skaðabótalög frá 1969-1974 og önnur nýleg lög- gjöf í sér takmarkanir á beitingu reglna skaða- bótaréttarins, og helst það í ríkum mæli í hend- ur við eflingu opinberra trygginga. i grein sinni ræðir prófessor Arnljótur fræðikenningar og lagasmíð í fleiri löndum og víkur að ákvörðun bótafjárhæðar og fleiri atriðum. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.