Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 11
mál hafa nægilegt fordæmisgildi. Áfrýjunarleyfi má veita af annarri ástæðu en þeirri, að mál hafi fordæmisgildi. Má þar til nefna svokallaða endurupptöku, en lengi hefur verið í lögum, að Hæstiréttur geti fellt dóm úr gildi, þegar alvarleg mistök hafa orðið. Umsókn um endurupptöku er venjulega talin sérstakt úrræði, skylt málskoti. Ef sá, sem biður um áfrýjunar- leyfi, getur sýnt fram á, að mistök hafi orðið og að þau geti leitt til endurupptöku, er eðlilegt að áfrýjunarleyfi sé veitt, svo að ekki þurfi að grípa til endurupptökuformsins. Loks segir í lögunum, að áfrýjunarleyfi megi veita, ef aðrar þýð- ingarmiklar ástæður eru fyrir hendi. Þetta ákvæði var mikið rætt, þegar lögin voru undirbúin. Sagt var, að hætta væri á, að því yrði beitt alltof oft, svo að þeim tilgangi yrði ekki náð að fækka málum í Hæsta- rétti. Ekki verður séð, að þetta hafi á sannast. Leyfisbeiðendur vísa að sönnu oft til þessa ákvæðis, en oftast án frekari rökstuðnings. Til- gangur ákvæðisins um „aðrar þýðingarmiklar ástæður“ er sá að veita til öryggis heimild til leiðréttingar á hofréttardómi, þótt hvorki hafi málið fordæmisgildi né gæti til endurupptöku komið, en dómurinn sýn- ist þó rangur í atriði, sem aðila skiptir miklu. Með þessu móti er Hæsta- rétti gert léttara að stuðla að því, að réttlát lausn fáist, einnig þegar sérstaklega stendur á. Það er mikilvæg regla, að hofréttardómum má fullnægja, þótt beiðst sé áfrýjunarleyfis. Að þessu leyti er munur á finnskum og sænskum rétti. Vera má, að finnska reglan virðist nokkuð hörð, en tilgangur hennar er að hindra umsóknir um áfrýjunarleyfi, ef þær eru til þess eins fram bornar að fá fullnustu frestað. Slíkar umsóknir voru áður allalgengar. Hæstiréttur getur þó eftir kröfu umsækjanda, sem þá fær forgangsmeðferð, eða að eigin frumkvæði lagt bann við fullnustu, ef ástæða er til. Reynslan af þessum reglum er ágæt. Bann hefur nokkr- um sinnum verið lagt við fullnustu. Áður en lögin tóku gildi, létu ýmsir lögmenn í ljós efasemdir, og sagt var, að í öllum umsóknum um áfrýjunarleyfi mundi krafist banns við fullnustu. Reyndin hefur orðið allt önnur. Kröfur um þetta bann eru fremur fáséðar. Eins og áður segir fjalla þrír dómendur um umsóknir um áfrýjunar- leyfi. Ákvörðun þeirra er birt án forsendna. Ef skylt væri að láta for- sendur fylgja, myndi það annað hvort vera til málamynda eða þær myndu segja það eitt, að kröfur þær, sem í lögunum eru gerðar, væru ekki uppfylltar. Ef svo væri ekki og forsendur væru ítarlegar, yrði það til þess, að allt þetta kerfi leiddi til mjög aukins vinnuálags og næði ekki tilgangi sínum. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.