Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Síða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Síða 14
rétti tveir lögfræðingar og þrír leikmenn og allir hafa sama atkvæðis- rétt. Hópurinn leggur til, að þó skuli einn dómari fjalla um einföld mál, en úrskurði hans megi skjóta til fullskipaðs héraðsdóms, sem ætti þá sem ella að vera skipaður lögfræðingum og leikmönnum. Eftir tillögunum á undirréttur að vera skipaður lögfræðingum einum, ef fjallað er um flókin einkamál, sérstaklega svokölluð verslunarréttar- mál. Þátttaka leikmanna í dómstörfum hefur jafnan, þegar reynt hefur verið að breyta réttarfarsreglum í Finnlandi, verið meðal þeirra álita- efna, sem mest athygli hefur beinst að. Þetta hefur varla verið vegna mikilvægis þessa atriðis heldur þess áhuga, sem á því er meðal stjórn- málamanna og annarra samfélagsbyggjenda svo og alls almennings. Mér virðist, að fyrst og fremst eigi að hafa í huga í þessu sambandi, að fólk beri traust til dómstólanna. Eg tel, að leikmenn — svonefndir trúnaðarmenn — eigi að sitja í dómstólunum, ef almenningur, svo að notað sé allóljóst hugtak, ber meira traust til dómstóla, sem þannig eru skipaðir, en dómstóla, þar sem „trúnaðarmenn" eru engir. 1 öðrum samböndum á einnig að leitast við að velja kosti, sem eru í sem bestu samræmi við viðhorf almennings. Vinnuhópurinn hefur sett fram fleiri röksemdir því til stuðnings, að „trúnaðarmenn" eigi að taka þátt í dómsstörfum. I álitsgerð hans seg- ir, að þátttaka þeirra verði til þess, að mál séu rækilegar könnuð en vera myndi, ef aðeins lögfræðingar ættu þar hlut að, enda þurfi dóms- formaður að skýra málin rækilega fyrir leikmönnum. Þessu má svara með því, að slíkar útskýringar lengi málsmeðferðartímann. Þátttaka leikmanna leiðir til þess, að sögn vinnuhópsins, að hin opinbera máls- meðferð verður raunhæfari. Þetta er ekki fullvíst, þar sem málsmeð- ferðin er yfirleitt opinber, nema umræðurnar um dóminn, og enginn dómari, hvort sem hann er leikmaður eða lögfræðingur, má skýra frá því, sem fram fer innan luktra dyra. Það er hugsanlegt, að í þessari röksemd felist, að fleiri menn en ella taki þátt í störfum dómstóla, sem skipaðir eru leikmönnum auk lögfræðinga, en þá er aftur komið að því, hvernig undirréttirnir skuli skipaðir, svo að þeir njóti sem mests trausts almennings. Vinnuhópurinn segir að lokum, að leik- mennirnir ættu að auka sérþekkingu í dómi. Um réttmæti þessa má efast, því að það er með öllu háð tilviljun, hvort ,,trúnaðarmaður“ hefur nokkra sérþekkingu, sem að gagni kemur í máli því, sem hann dæmir í. Það er því svo, að mörg þeirra raka, sem styðja þá skoðun, að „trún- aðarmenn“ eigi að sitja í dómi, sýnast ekki ýkja veigamikil. Þó tel 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.