Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 22
arreglurnar um skaðabætur utan samninga ná til margra ólíkra þátta mannlegra samskipta. Sama bótareglan getur átt við um gjörólík til- vik t.d. vinnuslys, líkamsárás, umhverfisspjöll eða ærumeiðingar. Að- ilar skaðabótamála geta verið einstaklingar, félö'g, ríki og aðrir opin- berir aðilar og stofnanir þeirra. Ólík sjónarmið eiga t.d. við um skaða- bótakröfu á hendur barni og kröfu gegn ríkissjóði. Óravegur sýnist vera milli bótakröfu vegna bifreiðarslyss og kröfu vegna ólögmætrar handtöku, en slík tjónsatvik geta þó verið sambærileg á einhvern hátt. Skaðabótagrundvöllurinn er mjög mismunandi, svo og eðli bóta- krafna. Sumar reglur, sem venjulega eru flokkaðar sem bótareglur utan samninga, mótast mjög af því, að einhvers konar samningssam- band er milli tjónþola og þess aðila, sem krafinn er bóta. Sem dæmi má taka reglur um tjón, er neytandi verður fyrir sökum skaðlegra eiginleika söluvarnings. Skaðabótarétturinn nær til bóta fyrir margar ólíkar tegundir tjóns. Flest dómsmál um bætur utan samninga varða bætur fyrir tjón, sem rekja má til líkamsmeiðsla eða skemmda á munum, en önnur sjón- armið koma til greina um líkamsspjöll en eigna. Skaðabótarétturinn lætur sig einnig skipta fjárhagslegt tjón, sem ekki stendur í neinu sambandi við beint tjón á mönnum eða munum, t.d. atvinnutjón fyrir- tækis, er verður fyrir ólögmætum viðskiptahömlum, og tjón vegna ólögmætrar frelsissviptingar. Gegn ýmsu tjóni er auðvelt að koma við vátryggingum, en öðru ekki. Af þessu má sjá, að heppilegra er að fjalla sérstaklega um endur- bætur á einstökum þáttum bótaréttarins en að reyna að finna alls- herjarlausn á öllum vandamálum núgildandi réttarreglna um skaða- bætur. Hér á eftir verður fjallað um tengsl skaðabótaréttar og annarra bótaúrræða, einkum venjulegra vátrygginga, þar sem lögmál fjár- málaviðskipta ráða, en einnig almannatrygginga. Þá verður lýst laga- ákvæðum, er nema úr gildi eldri skaðabótareglur eða draga úr hag- nýtu gildi skaðabótaréttar, svo og tillögum í þá átt (2. og 3. kafli). Síðan verður rætt um, hvernig æskilegt sé að skipa reglum um bætur fyrir slys á mönnum, að því er tekur til bótahlutverks slíkra réglna og framtíðarhorfur í því efni hér á landi (4.-6. kafli). Varnaðarhlut- verk bótareglna verður hins vegar að mestu látið liggja á milli hluta. Yfirleitt verður ekki vikið að bótareglum vegna skemmda á munum. Reglur um bætur fyrir hreint fjártjón, þ.e. tjón, sem eigi er tengt beinum líkams- eða eignaspjöllum, verða ekki teknar til meðferðar. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.