Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 47
gagni við umræður um framtíðarskipan bótakerfa.04 Á Norðurlönd- um hefur rninna verið gert af réttarfélagsfræðilegum athugunum. Árið 1966 voru þó að frumkvæði laganefndar Norðurlandaráðs kvaddir til lögfræðingar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, einn frá hverju ríki, til að vinna að undirbúningi réttarfélagsfræðilegrar rannsóknar á áhrifum almannatrygginga og einkavátrygginga á skaða- bótaréttinn. Tveir eða þrír sérfræðinga þessara sömdu álitsgerðir um málið, en af frekari framkvæmdum hefur ekki orðið.03 Hér á landi hefur ekkert verið unnið að rannsóknum í þessum dúr, en slík undirbúningsvinna er nauðsynleg til þess að skynsamlegar ákvarðanir verði teknar, ef leggja á grundvöll að nýju heildarbótakerfi vegna slysa á mönnum. Óhætt er þó að fullyrða, að tryggingar í marg- víslegum myndum eru ekki svo öflugar á Islandi, að unnt sé að leggja skaðabótarétt vegna slysa á mönnum alveg niður, án þess að verja gífurlega miklu fé til aukningar tryggingabóta. Vissir hópar tjón- þola, einkum þeir, sem slasast af umferð vélknúinna ökutækja, og þeir, er slasast í vinnu, eru þó svo miklu betur tryggðir en aðrir, að mun minna fé þyrfti til að koma upp fullnægjandi slysatryggingu fyrir þá en aðra. Flest rök mæla með því að leggja alveg niður hefðbundnar skaða- bótaréglur varðandi slys á mönnum. Hins vegar er ekki unnt að benda á eina allsherjarlausn, er ótvírætt tekur öðrum fremur til lausnar vandamála, sem tengd eru svo gagngerri breytingu. Telja verður, að afnám skaðabótaréttar vegna líkamstjóns eigi langt í land hér á landi. Líklegt er, að haldið verði áfram að efla ýmis tryggingakerfi, einkum almannatryggingar, samningsbundnar slysa- tryggingar og lífeyrissjóði. Þessi tryggingakerfi, einkum þau hin tvö fyrrnefndu, ættu smám saman að geta rutt skaðabótaréttinum úr vegi á ákveðnum sviðum, án þess að breyta þyrfti réttarreglum um skaða- bætur utan samninga verulega. Framfarir í tryggingamálum geta, eins og áður greinir, haft mun meiri áhrif í reynd en breytingar á sjálfum skaðabótareglunum.00 64 Hér skal aðeins nefnd rannsókn, sem gerð var á vegum bandaríska samgöngu- ráðuneytisins, á fjárhagslegum afleiðingum umferðarslysa, sem urðu á árinu 1967. Skýrsla um rannsóknina birtist 1970 og ber nafnið „Economic Consequences of Automobile Accident Injuries". Rannsókn þessi var liður í mjög umfangsmikilli könmm á áhrifum umferðarslysa í Bandaríkjunum og voru heildarniðurstöður birtar í bæklingnum „Motor Vehicle Crash Losses and Their Compensation in the United States". Yfirlit yfir réttarfélagsfræðilegar rannsóknir á þessu sviði er að finna í SOU 1969:58. 65 Sænska skýrslan liggur fyrir prentuð í SOU 1969:58. 66 Arnljótur Bjömsson (1981), bls. 30. 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.