Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 34
3.2. TiIIögur um algert afnám skaðabótaréttar Hvergi annars staðar en í Nýja Sjálandi hefur verið gerð svo rót- tæk breyting á bótareglum, en í Ástralíu liggja fyrir ítarlegar tillög- ur og lagafrumvarp frá stjórnskipaðri nefnd, sem skilaði áliti 1974. Leggur nefndin til, að skaðabótaréttur vegna líkamstjóns verði lagð- ur niður, en gengið er að því leyti lengi-a en í Nýja Sjálandi, að lagt er til að tryggingin greiði einnig bætur vegna sjúkdóma.33 Óvíst er, að nokkuð verði úr lagasetningu í þessa átt í Ástralíu. Margir fræðimenn í lögum, einkum meðal enskumælandi þjóða, hafa alllengi barist fyrir nýskipan lagareglna um skaðabætur vegna tjóns á mönnum og munum. Sumir vilja ganga milli bols og höfuðs á skaðabótaréttinum vegna tjóns á mönnum líkt og gert vár í Nýja Sjálandi. Verða aðeins tveir þeirra nefndir hér. Bretarnir Ison og Atiyah. Bók T. G. Ison um afnám skaðabótaréttar, „The Forensic Lottery", sem kom út 1967, vakti geysimikla athygli. í henni gerir hann vel rökstudda grein fyrir helstu göllum skaðabótaréttarins og vátrygginga, sem einkavátryggingafélög hafa upp á að bjóða til að bæta líkamstjón. Síðan lýsir hann ítarlega þeirri allsherjartryggingu, er hann telur að koma skuli í stað þessara úrræða. Þremur árum síðar kom út rit prófessors P. S. Atiyah, „Accidents, Compensation and the Law“ (endurútgefið 1975). Meginniðurstöður höfundar eru þær, að hann álítur rétt að nema alveg úr lögum reglur um skaðabótarétt fyrir tjón á mönnum og munum og koma á opinberri slysatryggingu allra landsmanna. Fé það, sem skaðabótaréttarkerfi kostar nú, beri að nota til að auka heilbrigðisþjónustu ríkisins og bætur almannatrygg- inga. Vátryggingar á munum telur hann rétt að einkaaðilar annist. Atiyah álítur rangt að reyna að bæta skaðabótarétt manna með því að taka upp strangari bótareglur en nú tíðkast, t. d. hlutlæga ábyrgð. Hann ítrekar, að rétta leiðin sé að efla almannatryggingar, vegna þess að þær nái til allra þjóðfélags- þegna, en skaðabótaréttur hjálpi einungis litlum hluta þeirra manna, sem slasast, og örfáum þeirra, er bíða tjón sökum sjúkdóma. Hugmyndir sínar um nýtt ríkisrekið bótakerfi segir Atiyah muni að sjálfsögðu valda lækkun bóta til tekjuhárra manna, er sumir hefðu átt rétt á bótum eftir reglum skaðabótaréttar, a.m.k. fræðilega. A hinn bóginn er það skoðun hans, að ekki verði meira krafist af þjóðfélaginu en að það sjái fyrir bótum upp að eðlilegu hámarki. Vilji fólk fá bætur, sem fara fram úr því, telur Atiyah, að það verði sjálft að kaupa sér vátryggingu hjá einkavátryggingafélögum. Það sem fyrst og fremst kallar á endurbætur að mati Atiyah, er það óréttlæti, er hann telur, að leiði af ósamræmi milli ýmissa bótakerfa. Hann nefnir þá eyðslu fjármuna, sem hlýst af gildandi reglum um rétt tjónþola til að innheimta fullar skaðabætur fyrir líkamstjón, án frádráttar vegna fengins slysatryggingarfjár (Hér á landi gildir um þetta meginregla í 2. mgr. 25. gr. laga nr. 20/1954). Atiyah telur 33 Nefndin skilaði mjög ítarlegu áliti, sem prentað var 1974, sbr. nmgr. 31 hér á undan. 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.