Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 4
Curt Olsson jur. dr., forseti Hæstaréttar Finnlands: FINNSKT RÉTTARFAR Breytingar og breytingatillögur Fyrirlestur á fundi í Dómarafélagi íslands 13. nóv. 1980 1) 1 upphafi máls míns þakka eg boð til fundar í Dómarafélagi Is- lands. Það er mér heiður og ánægja að eiga þess kost að halda fyrir- lestur, þar sem allir dómarar á Islandi koma saman. 1 fyrirlestri mínum mun eg að mestu fjalla um efni, sem hafa raun- hæfa þýðingu, en ekki ræða söguleg atriði nema nauðsyn krefji. Eg lýsti hinni sögulegu þróun í fyrirlestri í Norræna húsinu fyrir nokkr- um dögum. Fyrst mun ég stuttlega lýsa meginatriðum finnsks réttar- fars, eins og það er nú, en að því búnu beina athyglinni að réttarbót- um, sem nýlega tóku gildi og varða áfrýjun til Hæstaréttar, og loks ræða fyrirætlanir um breytingar á hinum almennu héraðsdómstólum í iFinnlandi. 2) Hin almennu dómstig í Finnlandi eru þrjú: undirréttur, hof- réttur og Hæstiréttur. Undirréttirnir eru tvenns konar, héraðs- réttur í strjálbýli og venjulega ráðstofuréttur í bæjunum. Þeir eru ekki skipaðir með sama hætti. I hinum fyrri, sem eru 144 að tölu, sitja héraðshöfðingi og nefnd. Héraðshöfðinginn er dómari að aðalstarfi, skipaður af Hæstarétti. Nefndarmennirnir eru leikmenn, 5—7 tals- ins, sem sveitarstjórn velur til 4 ára. Þeir hafa ekki atkvæðisrétt hver um sig, en geta borið dómsformanninn, héraðshöfðingj ann, atkvæðum, ef þeir eru allir á einu máli. Hins vegar eru dómþing ráðstofuréttanna, sem starfa í 35 bæjum, háð af 3 dómurum, sem hafa jafnan atkvæðis- rétt. Formaður ráðstofuréttarins er alltaf lögfræðingur og kallaður borgmeistari. Að jafnaði eru dómararnir í ráðstofuréttinum lögfræð- ingar, þótt það komi fyrir í litlum bæjum, að ráðsmenn séu það ekki. Borgmeistarinn er skipaður af Hæstarétti að fengnum tillögum bæjar- fulltrúa, en bæjarfulltrúarnir velja ráðsmennina. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.