Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 21
til þess, að mjög mikill hluti allra skaðabóta eru ekki greiddar af þeim, er tjóni valda, heldur ábyrgðartryggirigu þeirra, sem bótaskyldir eru. Þegar meta skal gildi skaðabótaréttarins, skapast jafnan erfiðleik- ar vegna hinna gerólíku sjónarmiða um hlutverk hans. Annars vegar er litið á skaðabætur sem viðurlög við hegðun, sem leitt hefur til tjóns, og hins vegar er litið á skaðabætur sem bótaúrræði. Menn vilja nota skaðabótakerfið til þess að veita bætur, en einnig sem viðurlög við hégðun, sem þjóðfélagið telur óæskilega. Þetta tvennt samrýmist illa. Sama verður uppi á teningnum, þegar litið er á tryggingakerfi. Það væri bersýnilega mjög erfitt að láta t.d. almannatryggingu annast það hlutverk að veita bætur og samtímis að beita henni sem viðurlög- um gegn þeim, er valda tjóni. Gágnrýnendur hins hefðbundna skaðabótaréttar hafa lagt ríka áherslu á, að núgildandi reglur séu misheppnaðar, vegna þess að með þeim sé reynt að ná tvenns konar tilgangi.0 Ef menn eru sammála um, að ekki sé bæði unnt að ná æskilegum varnaðarárangri með því að beita skaðabótum sem viðurlögum og að veita tjónþolum hæfilegar bætur, verður að taka ákvörðun um, hvort markið eigi að hafa for- gang. Þeir, sem vilja koma á vátryggingakerfi í stað skaðabótaréttar- kerfis, taka bótahlutverkið fram yfir. Jafnframt leggja þeir áherslu á, að ekki sé eftirsjón að varnaðaráhrifum skaðabótaréttar, vegna þess að til séu margar aðrar leiðir til að vinna gegn tjóni en að láta þau varða skaðabótaskyldu. Þar við bætist, að flestar þeirra séu heppi- legri til varnaðar en skaðabótareglurnar. Fyrrgreindir vankantar á skaðabótareglunum, bæði að því er snert- ir bótahlutverk og varnaðarhlutverk, eru meira og minna augljósir þeim, sem fást við skaðabótamál innan réttar og utan. Úrbóta er þörf. Flestir munu vera sammála um, að tryggingar í einhverri mynd séu það úrræði, sem koma skal, til að leysa þörfina fyrir bætur. En menn greinir á um leiðir. Þeir, sem lengst vilja ganga, álíta, að úr ágöllum skaðabótaréttar varðandi bótaþörfina verði ekki bætt með öðru en grundvallarbreytingu á bótakerfinu, þannig að skaðabótaréttur verði lagður niður, en í stað hans verði komið á tryggingakerfi, er sjái tjónþolanum fyrir bótum, án tillits til þess, hvort tjón verður rakið til mannlegra mistaka eða annarra atriða, sem nú eru skilyrði fyrir því, að skaðabótakrafa stofnist, sbr. 3.1. og 3.2. hér á eftir. Hér hefur verið talað um skaðabótaréttinn sem eina heild. En ís- lenskur skaðabótaréttur er langt frá því að vera samstæð heild. Rétt- 6 Hellner (1972), bls. 331-2. 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.