Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 31
í hans stað komu opinberar tryggingabætur. Auk þess sáu lögin tjónþolum fyrir bót- um fyrir slys, sem ekki hefðu fengist bætt á grundvelli skaðabótareglna. Skömmu eftir að slysatryggingalögin voru sett, tók ný ríkisstjóm við völdum í Nýja Sjálandi. Ákvað hún að knýja fram enn gagngerari breytingu og ganga að skaðabótaréttinum dauðum, að því er varðar slys. Beitti ríkisstjórnin sér fyrir laga- setningu þess efnis árið eftir. Meginbreytingarnar fólust í lögum nr. 113, 23. nóvember 1973 („Accident Compensation Amendment Act (No. 2) 1973“). Breytingarlögin frá 1973 voru felld inn í meginmál laganna frá 1972 og endurútgefin þannig, undir heitinu „Accident Compensation Act 1972“. Verða þau hér á eftir kölluð slysatrygg- ingalögin (skammst. SL) og vísað eftir þörfum til einstakra lagaákvæða þeirra, svo breyttra, án þess að nefna breytingarlögin sérstaklega. Ennfremur verður tekið til- lit til breytinga, sem gerðar voru á lögunum árin 1974 og ’75. Afnám skaðabótaréttar Slysatryggingalögin mæla svo fyrir, að hver maður, sem slasast í Nýja Sjálandi eftir 1. apríl 19,74, skuli eiga rétt til slysabóta, án tillits til hvemig, hvar eða hvenær slysið bar að höndum. Auk þess eru nýsjálenskir ríkisborgarar erlendis slysatryggðir með ýmsum undantekningum. Jafnframt er skaðabótaréttur eftir almennum reglum alveg numinn úr gildi, að því er tekur til bótaþega skv. slysatryggingalögunum. Eftir að lögin komu til framkvæmda, féllu niður útgjöld til lögboðinna atvirmuslysatrygg- inga og iðgjöld af ábyrgðartryggingum lækkuðu, vegna þess að áhætta af skaðabóta- kröfum fyrir slys er ekki lengur fyrir hendi. Þegar lögin voru sett, var talið, að hið nýja bótakerfi myndi spara stórlega rekstrarkostnað, vegna þess að það væri ein- faldara í framkvæmd en kerfi þau, sem lögð voru niður. Rekstrarfyrirkomulag og tekjur trygginganna Framkvæmd slysatrygginganna er falin sérstakri ríkisstofnun, og er yfirstjóm í höndum 3 manna nefndar („Accident Compensation Commission"). Nefndin og starfs- menn hennar verða hér á eftir nefnd tryggingastofnunin. Tekjur trygginganna koma úr þrem áttum. I fyrsta lagi greiða atvinnuekendur iðgjöld, sem eiga að standa undir bótum til laimþega og sjálfstæðra atvinnurekenda. I öðru lagi eru iðgjöld lögð á skráningarskyld ökutæki, og einnig er heimilt að leggja iðgjöld á þá, sem hafa ökuskírteini. Þær tekjur renna til greiðslu bóta fyrir umferðar- slys. í þriðja lagi er tryggingastofnuninni aflað fjár með venjulegri skattlagningu. Tekjur, er tryggingastofnunin fær þannig, fara til greiðslu bóta fyrir önnur slys en vinnu- eða umferðarslys. Meðferð bótamála Bótakröfur verður almennt að gera innan 12 mánaða frá slysi. Bótakrefjandi, sem sættir sig ekki við bótaúrskurð tryggingastofnunarinnar eða umboðsmanna hennar, getur skotið máli sínu til nokkurs konar stjórnsýsludóms („Accident Compensation Appeal Authority"). Stjórnsýsludóminn skipar lögfræðingur, sem skal fullnægja nán- ar tilteknum skilyrðum um hæfni. Urskurði hans má skjóta til æðri dómstiga hinna almennu dómstóla í ríkinu eftir reglum, sem ekki verða raktar hér. Venjuleg skaða- bótamál út af slysum munu að sjálfsögðu verða úr sögunni. Slysa- en ekki sjúkratrygging Bætur skv. slysatryggingalögunum eru einskorðaðar við slys („personal injury by accident"), sbr. 4. gr. SL. Hugtakið „personal injury by accident" er ekki skilgreint í lögunum, en í 2. gr. þeirra er tekið fram, að undir það falli atvinnusjúkdómar eftir nánari reglum í 65.-68. gr. SL. Bætur vegna sjúkdóma greiðast því eigi í öðrum tilvikum. 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.