Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Page 33
Auk framangreindra bóta fyrir beint framfærslutjón eru eftirtaldar fjárhæðir greiddar í eitt skipti fyrir öll (124. gr. SL): $1.000 til maka, sem var algerlega á framfæri hins látna. $500 til hvers barns, sem algerlega var á framfæri hins látna. Heildarbætur til barna eru þó takmarkaðar. Líta má á eingreiðslur þessar sem bætur fyrir röskun á stöðu og högum. Eigin sök bótaþega Ekki rýrir það að neinu leyti rétt bótaþega, þó að hann hafi orðið fyrir slysi vegna eigin gáleysis. Bótaréttur fellur þó niður, ef slys verður af ásetningi þess, sem tryggður er. Tryggingastofnuninni er heimilt að greiða bætur, þótt sá, sem tryggður er, hafi svipt sjálfan sig lífi, ef maki, börn eða aðrir, er voru á framfæri hins látna, eru sérstaklega þurfandi fyrir bætur. Kostir og gallar slysatryggingalaganna Um kosti og galla nýsjálenska bótakerfisins mætti rita langt mál. Hér verður að- eins drepið á nokkur atriði. Höfuðkostur kerfisins er sá, að allir, sem bíða umtals- vert tjón sökum slyss, fá nú bætur. A hinn bóginn er bótaréttur skertur nokkuð miðað við það, sem fengist hefði eftir reglum skaðabótaréttar um ákvörðun bóta- fjárhæðar. Ymsir gagnrýna það, að kerfið skuli ekki taka til tjóns, sem hlýst af sjúkdómum, meðfæddri fötlun o.þ.h. eða félagslegum ástæðum, svo sem atvinnuleysi. Svo víð- tækt kerfi hefði kostað mörgum sinnum meira fé. Tölur úr skýrslu áströlsku bóta- nefndarinnar frá 1974 gefa nokkra hugmynd um þetta. Nefndin áætlar að nettó kostnaður af bótakerfi því, sem hún gerir tillögu um, skiptist þannig (fjárhæðir í áströlskum dölum):31 $325 millj. $130 — $1.200 — Slys Örorka vegna meðfæddra ágalla Sjúkdómar $1.655 millj. Aðeins eru fáein ár síðan nýsjálenska slysatryggingin komst á og er áreiðan- lega of snemmt að leggja endanlegan dóm á hana. í grein, er Geoffrey W. R. Palmer, prófessor í Wellington í Nýja Sjálandi, ritaði um tveggja ára reynslu af kerfinu, segir að framkvæmd þess hafi gengið hnökralítið og almenningur hafi yfirleitt tekið því vel.32 Palmer gagnrýnir þó ýmis atriði, svo sem það að slysatrygginga- lögin séu flókin og mörg ákvæði þeirra vandskýrð, að rekstrarkostnaður slysa- tryggingarinnar sé hár, að starfsemi tryggingastofnunarinnar sé illa skipulögð, að verulegir erfiðleikar séu á framkvæmd heimildarákvæðis laganna um greiðslu á bótum fyrir ófjárhagslegt tjón (kröfur í slíkum málum séu um 12 þúsund á ári, þ.e. um 50 á hvern vinnudag starfsmanna stofnunarinnar). Palmer bendir á fleiri ákvæði, sem hann telur erfið í framkvæmd, t.d. flóknar reglur um ákvörðun tjóns vegna óvinnuhæfni. Þær reglur séu auk þess þannig, að þær ýti undir, að sá, sem tryggður er, komi ekki til starfa á nýjan leik eftir að hann er farinn að taka við lífeyrisgreiðslum. 31 Sjá bls. 232 í nefndarálitinu, sem birtist í ritinu „Compensation and Rehabilitation in Australia“. Vikið er að áströlsku bótanefndinni í 3.2. hér á eftir. 32 Palmer (1977), bls. 1 o. áfr. Um nýsjálenska bótakerfið sjá auk þess Palmer (1973), bls. 1 o. áfr. og Harris, bls. 361 o. áfr. 83

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.