Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Side 9

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Side 9
Málafjöldi fyrir Hæstarétti hefur verið breytilegur. Eftir 1970 var ástandið gott, þ.e. ódæmd mál svöruðu ekki nema til um misseris af- kasta. Þetta reyndist svikalogn. Hofréttirnir höfðu ekki verið efldir nægilega til samræmis við fjölgun málskota frá héraðsdómstólunum, og óafgreiddum málum hjá hofréttunum fjölgaði svo, að uggvænlegt var. Síðar var tekið að efla hofréttina, fyrst með því að fjölga dóm- endum, síðan með því að stofna nýja hofrétti. Fimmti hofrétturinn tók til starfa 1978 í Kouvola í suðaustur Finnlandi og hinn sjötti í Rovani- emi við heimskautsbaug einu ári síðar. Þegar þetta gerðist, var Hæsti- réttur í fyrstu látinn sitja á hakanum. Að sjálfsögðu fjölgaði óaf- greiddum málum, þegar hofréttarúrlausnunum fjölgaði, og Hæstirétt- ur varð að gera tillögur um dómarafjölgun. Þessu var í fyrstu hafnað og óafgreiddum málum í Hæstarétti fjölgaði. Þegar þessi þróun var tekin að verða verulegt áhyggjuefni, setti dómurinn fram tillögur um gjörbreyttar áfrýjunarreglur. Þessar tillögur báru smám saman árang- ur. Frá ársbyrjun 1979 voru 7 dómendur settir til starfa, og sama ár samþykkti ríkisdagurinn nýjar áfrýjunarreglur (lög 2.2. 1979 nr. 104—106), eftir að lagafrumvarp hafði verið til meðferðar í 3 ár í dómsmálaráðuneytinu og hjá ríkisstjórninni. Dýrmætur tími hafði þó farið til spillis, fyrst vegna þess að ekki voru settir menn til starfa í Hæstarétti nægilega fljótt og síðan vegna þess, að lagabreytingar töfðust vegna pólitísks ági’einings. Réttarbæturnar voru komnar í höfn í upphafi þessa árs, en þá voru óafgreidd mál orðin 6.500. Nýju lögin gilda ekki um mál, sem dæmd voru í hofrétti, áður en þau tóku gildi, og gætir áhrifa þeirra enn lítið. Þegar þessara áhrifa varð fyrst vart, en það var í september á þessu ári (1980), voru óafgreidd mál orðin 7.000, en nú stefnir í rétta átt, og er síðasta talan 6.190. Við bú- umst við, að jafnvægi náist á síðara hluta ársins 1983. Ef ekkert óvænt gerist fram að þeim tíma, og ekki er dregið úr fjárveitingum, munum við ekki þurfa á settum dómurum að halda eða öðru viðbótar- starfsliði. Það er jafnvel hugsanlegt að fækka föstum dómendum. Það kann að vekja undrun, að minnst sé á að fækka hæstaréttar- dómurum. Ástæðan til þess, að hugmyndin er sett fram, er að nokkru sú, að dómara á ekki að fá til starfa til takmarkaðs tíma. Þessi rök- semd er vissulega fremur fræðileg en raunhæf, því að hinir settu dóm- arar halda jafnan öðru starfi, meðan þeir eru í Hæstarétti. Að auki vil eg setja fram raunhæfari röksemd, en hún er sú, að mikill dómara- fjöldi í Hæstarétti gerir dómstólnum erfiðara um vik að rækja aðal- verkefni sitt, sem er að vaka yfir réttareiningunni og treysta hana. Dómstóllinn starfar nú í mörgum deildum. Hætta er á ósamrýmanleg- 59

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.