Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Page 30

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Page 30
skemmda á hlutum hafa ekki breyst að mun, þegar á heildina er litið. Engar breytingar, sem hér skipta máli, hafa orðið á bótareglum um hreint fjártjón, þ.e. tjón, sem hvorki er tengt beinu tjóni á mönn- um né munum. Breytingar síðustu ára varða að langmestu leyti bætur fyrir líkamstjón (þ.á m. tjón vegna dauðaslysa). Þær eru í reynd afar mikilvægar, þótt ekki hafi verið gerðar róttækar breytingar á almennum reglum um skaðabætur utan samninga.29 3. LÖGGJÖF UTAN NORÐURLANDA OG TILLÖGUR UM NY BÓTAURRÆÐI I STAÐ SKAÐABÓTARÉTTAR Víðast hvar í heiminum er að verulegu leyti byggt á reglum, sem gera sök að skilyrði bótaskyldu. Að vísu gilda í mörgum ríkjum víð- tækari bótareglur, þ.á m. reglur um algera (hreina) hlutlæga ábyrgð, en gildissvið þeirra er yfirleitt takmarkað. í flestum ríkjum gætir því mj ög allra þeirra ágalla, sem taldir voru í upphafi ritgerðar þessar- ar. Eftir því, sem almenn velmegun hefur aukist í heiminum, einkum í iðnríkjum Vesturlanda, hefur almenningur átt erfiðara með að sætta sig við annmarka skaðabótaréttarkerfisins. öflugar almanna- tryggingar og bættar einkavátryggingar draga að vísu úr þörfinni fyrir bætur eftir reglum skaðabótaréttar, en á hinn bóginn valda auk- in kynni af kostum trygginga því, að öllum þorra fólks verða takmark- anir skaðabótareglnanna ljósari en áður. Á síðastliðnum áratugum hafa í ýmsum löndum orðið miklar opin- berar umræður um gildandi skaðabótareglur, en líklega hvergi í jafn ríkum mæli og meðal enskumælandi þjóða.30 I einu ríki, Nýja Sjálandi, hefur borið til stórtíðinda. Skaðabótaréttur vegna líkamstjóns var lagður niður með lögum, sem sett voru 1973. I stað hans var komið á almennri ríkisslysatryggingu. Verður nú gerð grein fyrir aðalatrið- um þessai'a nýmæla. 3.1. Nýsjálenska bótakerfið I Nýja Sjálandi voru árið 1972 sett lög um opinbera slysatryggingu launþega og manna, sem slasast af völdum vélknúinna ökutækja („Accident Compensation Act 1972“). Það nýmæli var í lögum þessum, að þeir, sem nutu slysabóta skv. þeim, voru sviptir rétti til að krefjast bóta fyrir slys eftir reglum skaðabótaréttar. Skaðabóta- réttur var með öðrum orðum afnuminn varðandi fyrrnefnda tvo hópa tjónþola, en 29 Arnljótur Björnsson (1977), bls. 192. 30 Um framtíð skaðabótaréttar á Norðurlöndum og umræður um ný bótakerfi annars staðar sjá Hellner (1967), bls. 673 o. áfr. og SOU 1969:58. Er þar fjallað ítarlega um ýmis efni, sem vikið er að í þessari ritgerð. 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.