Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 30
skemmda á hlutum hafa ekki breyst að mun, þegar á heildina er litið. Engar breytingar, sem hér skipta máli, hafa orðið á bótareglum um hreint fjártjón, þ.e. tjón, sem hvorki er tengt beinu tjóni á mönn- um né munum. Breytingar síðustu ára varða að langmestu leyti bætur fyrir líkamstjón (þ.á m. tjón vegna dauðaslysa). Þær eru í reynd afar mikilvægar, þótt ekki hafi verið gerðar róttækar breytingar á almennum reglum um skaðabætur utan samninga.29 3. LÖGGJÖF UTAN NORÐURLANDA OG TILLÖGUR UM NY BÓTAURRÆÐI I STAÐ SKAÐABÓTARÉTTAR Víðast hvar í heiminum er að verulegu leyti byggt á reglum, sem gera sök að skilyrði bótaskyldu. Að vísu gilda í mörgum ríkjum víð- tækari bótareglur, þ.á m. reglur um algera (hreina) hlutlæga ábyrgð, en gildissvið þeirra er yfirleitt takmarkað. í flestum ríkjum gætir því mj ög allra þeirra ágalla, sem taldir voru í upphafi ritgerðar þessar- ar. Eftir því, sem almenn velmegun hefur aukist í heiminum, einkum í iðnríkjum Vesturlanda, hefur almenningur átt erfiðara með að sætta sig við annmarka skaðabótaréttarkerfisins. öflugar almanna- tryggingar og bættar einkavátryggingar draga að vísu úr þörfinni fyrir bætur eftir reglum skaðabótaréttar, en á hinn bóginn valda auk- in kynni af kostum trygginga því, að öllum þorra fólks verða takmark- anir skaðabótareglnanna ljósari en áður. Á síðastliðnum áratugum hafa í ýmsum löndum orðið miklar opin- berar umræður um gildandi skaðabótareglur, en líklega hvergi í jafn ríkum mæli og meðal enskumælandi þjóða.30 I einu ríki, Nýja Sjálandi, hefur borið til stórtíðinda. Skaðabótaréttur vegna líkamstjóns var lagður niður með lögum, sem sett voru 1973. I stað hans var komið á almennri ríkisslysatryggingu. Verður nú gerð grein fyrir aðalatrið- um þessai'a nýmæla. 3.1. Nýsjálenska bótakerfið I Nýja Sjálandi voru árið 1972 sett lög um opinbera slysatryggingu launþega og manna, sem slasast af völdum vélknúinna ökutækja („Accident Compensation Act 1972“). Það nýmæli var í lögum þessum, að þeir, sem nutu slysabóta skv. þeim, voru sviptir rétti til að krefjast bóta fyrir slys eftir reglum skaðabótaréttar. Skaðabóta- réttur var með öðrum orðum afnuminn varðandi fyrrnefnda tvo hópa tjónþola, en 29 Arnljótur Björnsson (1977), bls. 192. 30 Um framtíð skaðabótaréttar á Norðurlöndum og umræður um ný bótakerfi annars staðar sjá Hellner (1967), bls. 673 o. áfr. og SOU 1969:58. Er þar fjallað ítarlega um ýmis efni, sem vikið er að í þessari ritgerð. 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.