Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 24
og niðurfellmgarheimildarinnar í 25. gr. dönsku laganna með nokkr- um tilfinningahita: „Vátryggingin hefur skotið upp kollinum eins og ungt beykitré við hlið hinnar þúsund ára gömlu eikur, skaðabóta- réttarins, og skyggir á hana, svo að hún visnar smám saman.“ Bache lagði áherslu á kosti trygginga sem bótaúrræðis. Jafnframt benti hann á, hve skaðabótareglurnar hrökkva oft skammt til að ná bóta- tilgangi sínum. Bache var þeirrar skoðunar, að vátryggingar væru frambúðarlausn á þeim vanda að sjá tjónþolum fyrir bótum.8 í bók um samband vátrygginga og skaðabóta eftir Norðmanninn G. Astrup Hoel eru færð rök fyrir því, að vátryggingar séu besta úr- ræðið til að tryggja bætur fyrir tjón. Astrup Hoel vildi láta vátrygg- ingar taka við bótalilutverki skaðabótaréttar eftir tveim leiðum. 1 fyrsta lagi taldi hann, að taka bæri tillit til „vátryggingarskyldu“ tjónþola við mat á því, hvort tjónvaldur teldist skaðabótaskyldur. Ef tjónþoli vanrækti að vátryggja hagsmuni sem eðlilégt mætti telja, að hann hefði keypt vátryggingu fyrir með hliðsjón af efnahag hans og hættu þeirri, er yfir hagsmununum vofði, ætti það að valda lækkun eða niðurfellingu skaðabótaskyldu tjónvalds. 1 öðru lagi leit Astrup Hoel svo á að taka bæri tillit til vátryggingartækifæra tjónvalds. Hefði tjónvaldur ekki ábyrgðartryggingu við aðstæður, þar sem sanngjarnt væri að ætlast til, að hún væri fyrir hendi, ætti það að valda því, að tjónvaldur yrði skaðabótaskyldur. Ef talið yrði, að bæði tjónþoli og tjónvaldur hefðu vanrækt að vátryggja, ætti að dómi Astrups Hoels að ákveða skaðabætur eftir mati á hinum gagnstæðu hagsmunum.10 Segja má, að Astrup Hoel hafi fjallað um tengsl vátrygginga og skaðabóta- réttar á breiðari grundvelli en áður hafði verið gert og varpað nýju ljósi á ýmis mikilsverð atriði. Kenningar hans fengu þó ekki hljóm- grunn meðal lögfræðinga almennt. Ussing og fleiri bentu á, að ekki væri hentugt að nota ábyrgðar- tryggingu til að taka við hlutverki skaðabótaréttarins. Ábyrgðar- trygging væri venjulega dýrari í framkvæmd en venjulegar vátrygg- ingar, sem keyptar eru beinlínis á hagsmunum tjónþola, þ.e. vátrygg- ingar á munum og persónutryggingar. Ussing áleit því réttara að reyna þá leið að nota sem mest vátryggingar, sem hugsanlegir tjónþolar kaupa. Ennfremur benti Ussing á, að ekki væri unnt að þvinga efna- litla menn til að kaupa ábyrgðartryggingu og mörgum þætti ósann- gjarnt að skylda fólk til að kaupa vátryggingu á hagsmunum sínum. Á hinn bóginn tók Ussing undir þá skoðun Astrups Hoels og fleiri, 9 Bache, bls. 158. 10 Astrup Hoel, bls. 198-9. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.