Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 32
Örorkubætur Ríkistryggingin greiðir þessar bætur: örorkubætur, bætur fyrir sjúkrahjálp og þess háttar, bætur fyrir annað fjártjón en atvinnutjón, miskabætur, dánarbætur o.fl. Slysatryggingin greiðir bætur fyrir tímabundna örorku frá og með 8. degi, sem bótaþegi er óvinnufær eftir slys. Bæturnar nema 80% af því atvinnutjóni, sem slas- aði bíður. Mat á því, hve mikið fjárhagslegt tjón slasaða er, fer hins vegar eftir all flóknum reglum (113. gr. SL). Hafi slys í för með sér varanleg örkuml, á slasaði rétt til greiðslu 80% af tjóni hans sökum skerts hæfis hans til tekjuöflunar. Ef örkumlin hafa engin áhrif á hæfi slasaða til tekjuöflunar greiðast ekki örorkubætur. Örorkubætur eru greiddar sem lífeyrir. I lögunum eru ákvæði um breytingu á fjárhæð lífeyrisgreiðslna í samræmi við kauplagsbreytingar. I algerum undantekningartilvikum („very exceptional cir- cumstances") er heimilt að greiða bætur í einu lagi í stað lífeyris. I lögunum eru ákvæði um brottfall slysalífeyrisgreiðslna, er slasaði öðlast rétt til ellilífeyris. Miskabætur Til viðbótar örorkulífeyri skal inna af hendi eingreiðslu allt að $7.000 (nýsjálenskir dalir) til manna, sem hlotið hafa varanlegt tjón á heilsu eða skerðingu á líkams- starfsemi („permanent loss or impairment of any bodily function"). Mat á líkams- sköddun, sem miskabætur eiga að koma fyrir, fer eftir sérstakri töflu, sem fylgir lögunum. í töflunni greinir hve mikinn hundraðshluta af $7.000 greiða skuh fyrir hvert tiltekið líkamsmein. Tafla sem þessi getur aldrei verið tæmandi og eru ákvæði í lögunum um, að tryggingastofnunin meti líkamstjónið til hundraðshluta, ef taflan nær ekki til viðkomandi tilviks. Eingreiðsla skv. greindum reglum er í raun og veru miskabætur, enda nefna lögin þær „compensation for non-economic loss“, sbr. 119. gr. SL. Slysatryggingalögin fela í sér enn frekari ákvæði um bætur fyrir ófjárhagslegt tjón, sjá 120. gr. Sérstakt ákvæði er í lögunum um heimild fyrir tryggingastofnunina til að veita tjónþola miskabætur í formi eingreiðslu fyrir missi „amenities or capacity for enjoying life, including loss from disfigurement“ og einnig fyrir „pain and mental suffering, including nervous shock and neurosis". Þessar bætur mega vera allt að $10.000 og hefur tryggingastofnunin á sínu valdi að úrskurða fjárhæð þeirra eftir því, sem stofnunin telur hæfilegt hverju sinni. Skv. slysatryggingalögunum er það skilyrði fyrir greiðslu þessarar tegundar bóta, að um verulegt tjón sé að ræða. Bætur fyrir sjúkrakostnað o.fl. Slysatryggingalögin veita rétt til bóta fyrir annað fjártjón en atvinnutjón (tíma- bundið eða varanlegt), þegar nánar tiltekin skilyrði eru fyrir hendi (121. gr.). Auk þess eru ítarleg ákvæði um bætur fyrir sjúkrakostnað o.þ.h., sbr. 108.-111. gr. SL. Dánarbætur Slysatryggingin greiðir dánarbætur til maka, barna og annarra, sem biða fram- færslutjón, er slysatryggður maður deyr af völdum slyss, sem lögin taka til (123. gr. SL). Hafi bótaþegi að dómi tryggingastofnunarinnar verið algerlega á framfæri hins látna, á hann rétt á hálfum þeim lífeyri, sem myndi hafa fallið í skaut slysatryggðs, ef hann hefði lifað af slysið, en misst algerlega getu til tekjuöflunar. Lægri lífeyrir er greiddur, þegar bótaþegi hefur aðeins verið að nokkru leyti ó framfæri hins látna. Ólögráða barn á rétt á 1/6 hluta af þeirri fjárhæð, sem fullur örorkulíf- eyrir hefði numið til slysatryggðs, en 1/3 hluta fjárhæðarinnar, ef báðir foreldrar eru látnir. I SL eru ítarlegar reglur um þessi atriði og önnur varðandi dánarbætur. T.d. eru ákvæði, sem veita heimild til greiðslu dánarbóta til fleiri aðila en þeirra, sem hér hafa verið taldir. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.