Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 29
skaðabótarétt, eru í höfuðatriðum sama efnis og ákvæði sænsku skaða- bótalaganna, er áður var drepið á. Norsku lögin um umferðartjón24 eru hins vegar í megindráttum hliðstæð finnskum lögum um sama efni.25 Verður nú gerð grein fyrir þessum tvennum lögum í einu lagi. Með þeim var lögboðin sérstök vátrygging, sem greiðir bætur fyrir tjón af völdum bifreiða og annarra vélknúinna ökutækja. Vátryggingin greiðir bætur án tillits til skaðabótaskyldu að lögum, en um ákvörðun bótafjárhæðar fer eftir reglum skaðabótaréttar. Réttur tjónþola til bóta á grundvelli almennra skaðabótareglna helst, en vegna vátrygg- ingarinnar skiptir hann nær engu máli í raun að því er líkamstjón varðar. Reglur laganna um skilyrði fyrir bótum annars vegar vegna líkamstjóns og hins vegar vegna tjóns á munum eru ólíkar. Bætur greiðast almennt ekki fyrir síðargreint tjón, nema það verði rakið til sakar eða bilunar eða galla ökutækis. Engin slík skilyrði eru sett fyrir bótarétti vegna líkamstjóns, en heimilt er að lækka bætur, ef slys verður að einhverju leyti rakið til stórfelldrar sakar tjónþola sjálfs. Þótt finnsku og norsku lögin hverfi í sumum efnum ekki eins langt frá hefðbundnum skaðabótarétti og sænsku lögin um umferðartjón, verður að telja, að með þeim sé stigið allstórt spor til virkari bóta- úrræða en tíðkast í flestum öðrum ríkjum á vettvangi umferðarslysa. Skal hér sérstaklega bent á, að samkvæmt finnsku og norsku lögun- um njóta eigandi og ökumaður bifreiðar réttar til vátryggingarbóta fyrir líkamstjón óháð skaðabótareglum, svo sem gildir eftir sænsku lögunum.26 1 Danmörku og á íslandi hafa ekki verið gerðar neinar almennar grundvallarbreytingar á settum lagareglum um skaðabætur, en unn- ið er að undirbúningi að almennum dönskum lögum um skaðabætur utan samninga, og liggja þegar fyrir tvær prentaðar álitsgerðir stjórn- skipaðra nefnda um það efni.27 Þrátt fyrir mikið undirbúningsstarf hefur hvergi á Norðurlöndum tekist að koma fram breytingum á reglum 25. gr. vátryggingarsamningalaga um samband skaðabóta- réttar og vátrygginga.28 Af ofangi’eindu yfirliti verður ekki séð, að nú hilli undir endalok skaðabótaréttar á Norðurlöndum. Reglur um skaðabætur vegna 24 Lov 3/2 1961 om ansvar for skade som motorvogner gjer. 25 Trafikförsakringslag 1959/279. 26 Um finnsku lögin sjá Saxén, bls. 245 o. áfr. Um norsku lögin sjá Nygaard, bls. 249 o. áfr. og Iversen. 27 Betænkning nr. 679/1973 og betænkning nr. 829/1978. 28 Sjá nú síðast eftirtaldar álitsgerðir: SOU 1975:103, NOU 1977:33 og betænkning nr. 829/1978. Álit liggur ekki fyrir í Finnlandi. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.