Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Side 23
2. NORRÆNAR UMRÆÐUR UM TENGSL SKAÐABÓTARÉTTAR OG VÁTRYGGINGA. NORRÆNT LÖGGJAFARSAMSTARF 2.1. Umræður á fyrri hluta aldarinnar Lögfræðingar á Norðurlöndum gerðu sér snemma grein fyrir, að unnt er að láta vátryggingar leysa skaðabótaréttinn af hólmi, a.m.k. að einhverju leyti.7 Umræður um það hófust fyrir alvöru, þegar unn- ið var að undirbúningi norrænna laga um vátryggingarsamninga á árunum frá 1915 til 1924.8 í 25. gr. lágafrumvarpanna voru ákvæði um endurkröfu vátryggingafélags, þegar þriðji maður ber skaðabóta- ábyrgð á vátryggingaratburðinum. 1 sambandi við endurkröfuákvæð- in þurfti að taka afstöðu til ýmissa grundvallaratriða varðandi tengsl- in milli skaðabótaréttar og vátrygginga. Fyrir lágu tillögur um að skerða skaðabótarétt tjónþola (eða endurkröfurétt vátrygginga- félags), þegar tjón fengist bætt af vátryggingu. Ríkin fjögur, sem samstarf höfðu um lagasmíðina, þ.e. Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð, leystu mál þetta ekki alveg á sama hátt, en niðurstaðan varð þó alls staðar sú, að 25. gr. vátryggingarsamningalaga felur í sér regl- ur, sem takmarka skaðabótarétt í raun, ef tjónþoli fær vátryggingar- bætur. Ákvæði 25. greinar norrænu laganna um vátryggingarsamninga eru mikilvægt spor í þá átt að láta vátryggingar taka við bótahlut- verki skaðabótaréttar. Skrefið er að vísu ekki stórt, því að rétturinn á hendur tjónvaldi fellur ekki niður, nema vátrygging hafi verið keypt og auk þess er brottfall bótaréttarins miklum takmörkunum háð. Enn- fremur má nefna, að ákvæði finnsku og sænsku laganna eru frá- víkj anleg. 1 norrænu lögunum um vátryggingarsamninga er ekki tekin upp sú regla, að skaðabótaábyrgð minnki eða falli niður, ef tjónþoli hefði átt að vátryggja hagsmuni sína. Ymsir fræðimenn töldu þó, að sú regla væri eðlileg. Enginn vafi er á, að slíkt ákvæði myndi hvetja menn til að kaupa vátryggingar. Sú skipan mála myndi óbeinlínis jafngilda vá- tryggingarskyldu, því að maður, sem vátryggir ekki, eignaðist ekki skaðabótakröfu, ef telja mætti eðlilegt, að hann hefði átt að sjá hags- munum sínum borgið eftir vátryggingarleiðum. Verður aftur vikið að þessu hér á eftir. Eftir gildistöku skandinavísku vátryggingarsamningalaganna héldu áfram umræður um framtíð skaðabótaréttar. Danski lögmaðurinn N. H. Bache var frumherji á þessu sviði. Hann lýsti áhrifum lækkunar- 7 Vinding Kruse, bls. 103 vísar til nokkurra helstu norrænna rita um það efni. 8 Ussing, bls. 11. 73

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.