Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Síða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Síða 27
löggjöf, svo og því, hvort unnt yi'ði að koma henni á innan hæfilegs tíma.“14 2.3. Þróun bótaréttar á Norðurlöndum á síðustu árum Þótt hugmyndir Strahls hlytu ekki almennt fylgi á sínum tíma, hafa þær haft mjög mikil áhrif á síðari umræður um málefni skaða- bótaréttar. Síðan álit norrænu lögfræðinganna þriggja komu fram fyrir liðlega þremur áratugum, sitja tengsl skaðabótaréttar, vátrygg- inga og almannatrygginga í fyrirrúmi, þegar rætt er um hvernig skaða- bótareglur eigi að vera. Þá komu og ýmsar nýjar tryggirigar til sög- unnar og aðrar tryggingar, bæði almannatryggingar og einkavátrygg- ingar, efldust og náðu meiri útbreiðslu en áður var. Þessi þróun hefur dregið stórlega úr mikilvægi skaðabótaréttar á Norðurlöndum, þótt með mjög misjöfnum hætti sé í einstökum löndum. Auk þróunar al- mannatrygginga hafa í Noregi og Svíþjóð og að nokkru í Finnlandi orðið nokkrar aðrar breytingar, er dregið hafa úr gildi skaðabóta- reglna sem bótaúrræðis og aukið að sama skapi hlutverk trygginga. Langmest kveður að þessum breytingum í Svíþjóð. Þar í landi er undanhald skaðabótaréttar tvíþætt. Annars végar vegna laga, sem hafa verið sett um skaðabótarétt. Hins vegar vegna eflingar almannatrygginga og stóraukinna slysatrygginga utan almannatrygg- ingakerfisins. Að því er varðar lagasetningu á sviði skaðabótaréttar munar mikið um þær grundvallarbreytingar, sem gerðar voru árið 1975 á reglum um skaðabætur vegna tjóns af völdum bifreiða og annarra vélknúinna ökutækja.15 Með lögum þessum var komið á slysatryggingu fyrir alla, sem slasast vegna notkunar vélknúins ökutækis („i följd av trafik med motordrivet fordon“). Skaðabótaréttur eftir almennum reglum helst að vísu að forminu til, en réglur um slysatrygginguna eru þann- ig, að segja má, að skaðabótaréttur vegna slysa á mönnum hafi í reynd verið afnuminn á þessu sviði. öðru máli gegnir um skemmdir á munum. Þar gilda enn almennar skaðabótareglur að verulegu leyti. Breytingar þæi', sem gerðar voru á sænsku skaðabótalögunum 1975ie hafa einnig dregið úr hlutverki hefðbundinna skaðabótareglna á ýms- an hátt, t.d. með því að lögbinda fullan frádrátt bóta almannatrygg- inga, lífeyrissjóða o.fl. frá skaðabótakröfu og að afnema endurkröfu- 14 Nordisk lovgivning om erstatningsansvar, bls. 64. 15 Trafikskadelag 1975:1410. Nordenson hefur samið ítarlegt skýringarrit um lögin, Sjá „Skrá um rit, sem vitnað er til“. 16 Skadestándslagen 1972:207, sbr. 1975:404. 77

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.