Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 42
að tjónþoli beri slík tjón sjálfur eða hafi þau í eigin áhættu, eins og stundum er sagt. Hér má minna á, að samkvæmt 7. gr. laga nr. 52/ 1975 um Viðlagatryggingu Islands ber vátryggður sjálfur tiltekinn hluta af hverju tjóni. 1 grg. með frv. til laganna segir, að nefnd sú, er frv. samdi, telji „eðlilégt að eigin áhætta sé nokkur til þess að koma í veg fyrir afskipti af óverulegum tjónum, sem ætla verður að tjónþoli geti borið sjálfur“.54 4.3. Staðlaðar bætur eða bætur eftir mati í hverju einstöku falli Bótakerfi þau, sem hér eru til umræðu, byggja sum á stöðluðum bótum en önnur á bótum, sem sniðnar eru eftir tjóni hvers einstaks tjónþola. Flest síðargreind bótakerfi (önnur en norrænu lögin um umferðarslysatryggingu) gera þó ráð fyrir, að bætur fyrir ófjárhags- legt tjón, ef um einhverjar slíkar bætur er að ræða, verði ákveðnar eftir töflum eða bótastiga. Sterk rök eru fyrir báðum þessum lausn- um. Staðlaðar bætur draga úr óvissu. Þær verða því miklu síður deiluefni. Það dregur úr kostnaði við bótakerfið og álagi á dómstóla. Á hinn bóginn hafa fastmótaðar og fyrirfram ákveðnar reglur ekki til að bera þann sveigjanleika, sem er æskilegur, þegar bæta skal tjón. Þá má nefna erfiðleika á ákvörðun bóta til húsmæðra og þeirra, sem ekki hafa haft atvinnutekjur fyrir slys, svo sem barna og náms- fólks. Af þessu má sjá, að erfitt er að gera upp á milli þessara tveggja aðalaðferða við ákvörðun fébóta. 4.4. Lífeyrir eða eingreiðsla 1 flestum þeim nýju lagareglum og tillögum, sem hér hefur verið minnst á, er gert ráð fyrir, að bætur fyrir atvinnutjón séu greiddar með lífeyri. Stundum er þó gert ráð fyrir heimild til að breyta líf- eyrisréttindum í eingreiðslu, t.d. þegar sérstakir hagsmunir tjónþola krefjast þess eða þegar örorka er minni háttar. Meginregla almannatrygginga er hvarvetna sú, að atvinnutjónsbæt- ur eru greiddar sem lífeyrir. Hins vegar er eingreiðsla víðast hvar að- alreglan um bætur fyrir líkamstjón að skaðabótarétti. Verulegur ágreiningur er um, hvort lífeyrir sé æskilegasta greiðsluformið. Meg- inkostur lífeyris er að auðvelt er að taka tillit til verðlagsþróunar og breytinga á högum þess, sem á bótakröfuna. Ökostir eru m. a. þeir, að bæði tjónþolar og þeir, sem bætur eiga að greiða, eru yfirleitt 54 Alþt. 1974 A, 1554. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.