Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 8
annarra landa. Var það fyrst á undirokunartímanum, þegar Rússar stjórnuðu, síðan í borgarastríðinu 1918 og eftir það í annarri heims- styrjöldinni 1939—1944 og einnig árin þar á eftir, þégar greiða þurfti stríðsskaðabætur og fleira kom til. Þegar þannig hefur staðið á, hefur meiri háttar umbótum eins og réttarfarsbreytingum verið skotið á frest. Umbætur í réttarfari eru stórmál, ekki aðeins af því að þær leiða til mikilla lagabreytinga heldur og vegna þess, að þær skipta miklu máli og vekja áhuga almennings. Eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hafa menn gefið upp á bátinn þá hugmynd að breyta réttarfarinu frá grunni, og nú eru umbætur gerðar í áföngum. Af þeim breytingum, sem náð hafa fram að ganga eftir styrjöldina, má nefna endurskoðun sönnunarreglnanna, lögleiðslu svokallaðs áskorunarmálaréttarfars, þeg- ar fjallað er um lágar kröfur, og ókeypis málsmeðferð. Af réttarbót- um, sem fyrr tóku gildi, ber sérstaklega að nefna refsiskipunarkerfið (straffordersystemet, rangaistusmááráys), sem lögtekið var 1934 og rnjög auðveldaði meðferð smábrotamála. Dómsmálum og öðrum viðfangsefnum almennu dómstólanna hefur fjölgað í Finnlandi með árunum eins og í flestum öðrum löndum. Staf- ar það að nokkru af fólksfjölgun, en einnig af öðrum ástæðum. Við málafjölguninni hefur verið brugðist með því að auka afkastagetu dómstólanna, fyrst og fremst með því að fjölga dómurum, svo og með lagabreytingum og bættum vinnubrögðum. Þetta hefur þó ekki alltaf reynst nægilegt. Af lagabreytingum hef ég þegar nefnt refsiskipunarkerfið og áskor- unarmálakerfið, sem urðu til mikils verksparnaðar. Leiddu þær til þess, að um minni háttar kröfur og brot má fjalla með stjórnsýslusniði. Við fjölgun mála í hofréttunum var m.a. brugðist þannig, að skömmu eftir 1920 var tölu dómenda í hverju máli breytt úr fimm í þrjá. Heim- ildin til málskots til Hæstaréttar var þrengd og hún takmörkuð við verulega hagsmuni og útilokuð eða skert, þegar um tiltekin mál var að ræða, t.d. mál um framfærslu barna og áfengislagabrot. Dómend- um í Hæstarétti var einnig fjölgað. Þegar dómstóllinn var stofnaður 1918, voru dómendur 12 og forseti að auki. Þeim var fjölgað í 21 árið 1930, og í 23 árið 1960, þégar laganefndin (laggranskningsrádet) var stofnuð og tveimur dómendum fengin verkefni utan réttarins. Einnig hefur verið heimilað að setja dómara í tiltekinn tíma, og skyldi að því staðið eins og skipun í embætti væri að ræða. Þessi heimild hefur oft verið notuð. Rétt fyrir 1950, þegar fjallað var um mörg mál, sem tengdust ófriðnum, voru þessir settu dómarar 14 að tölu. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.