Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 41
að tilteknu marki. Þetta hefur verið nefnd lágmarksvernd eða grund- vallarvernd („Basic Protection"). Grundvallarvernd leysir ekki bóta- þörf tjónþola, nema að nokkru leyti. Margir telja því, að eigi verði unað við annað en kerfi, sem veitir tjónþola fullar bætur fyrir tjón hans. Sú leið er farin í þeim norrænu ríkjum, sem lögleitt hafa um- ferðarslysatryggingu, sbr. 2. kafla hér að framan. Flestar tillögur um ný bótakerfi gera í raun ekki ráð fyrir fullum bótum í öllum tilvikum. Meira að segja Bretinn Atiyah, sem einna lengst gengur, vill takmarka bætur við „eðlilegt hámark“.BS Aðrar tillögur, sem í orði kveðnu miða að fullum bótum, eru takmarkaðar á ýmsan hátt, sérstaklega varðandi bætur fyrir ófjárhagslegt tjón. Einnig valda staðlaðar bótareglur því, að ekki verður um fullar bætur að ræða, einkum reglur um staðlaðar bætur fyrir atvinnutjón. Svo sem fram er komið, greiðir nýsjálenska slysatryggingin almennt ein- ungis 80% af atvinnutapi, og miskabætur eru háðar ákveðnu hámarki. Það, sem fyrst og fremst kemur í veg fyrir það, að almennt sé unnt að greiða fullar bætur fyrir allt tjón eða mest allt tjón, er að sjálf- sögðu hinn mikli kostnaður, sem því fylgir. Þegar rætt er um fullar bætur, er venjulega átt við bætur þær, sem fást, ef tjón er metið eftir reglum skaðabótaréttar. Annað mál er það, að áhöld geta verið um, hvort reglur skaðabótaréttarins um ákvörð- un bótahæðar séu „réttur" eða æskilegur mælikvai'ði á hvað séu fullar bætur. I þessu sambandi má og minna á, að skaðabótareglur veita ekki alltaf bætur, þó að bótagrundvöllur sé fyrir hendi. Má til dæmis um það nefna dauðaslys á vinnufærum, fullvinnandi manni, sem ekki lætur eftir sig neinn, er ætla má að bíði framfærslutjón vegna fráfalls hans. Hér er ótvírætt um að ræða tjón fyrir þjóðarheildina og e.t.v. vinnuveitanda eða starfsmann hins látna, en engar bætur greiðast. Enn eitt atriði má nefna varðandi fullar bætur. Það er spurningin um, hvort æskilegt sé að stefna að því að tjónþoli fái allt sitt tjón bætt. Um það eru skoðanir skiptar, en eins og áður segir, eru margar umbótatillögur því marki brenndar, að stefna ekki að fullum bótum. Ástæður fyrir því eru margvíslegar. Kostnaðarhliðin hefur þegar ver- ið nefnd. Auk þess eimir hér enn eftir af varnaðarsjónarmiðum. Menn draga í efa, að tjónþolum sé almennt hollt að fá fullar bætur. Skertar bætur vegna atvinnutjóns eru taldar hamla gegn bótasýki o.s.frv. Loks má nefna, að rekstrarlega er mjög óhagkvæmt, að bótakerfi greiði allra smæstu tjónin. Af þeim sökum eru menn almennt á því, 53 Atiyah, bls. 571. 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.