Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 28
rétt þessara og ýmissa annarra tryggingaraðila.17 Af mikilvægum nýjum vátryggingarúrræðum utan sænska almana- tryggingakerfisins ber sérstaklega að nefna (1) samningsbundna at- vinnuslysatryggingu launþega og vinnuveitenda („trygghetsförsákr- ingen för yrkesskador“ (TFY)),18 (2) vátryggingu gegn heilsutjóni, sem hlýst af læknismeðferð (,,patientförsákring“)19 og (3) vátrygg- ingu gegn heilsutjóni af lyfjum (,,lákemedelsskadeförsákring“).20 Þessar þrjár greinar vátrygginga hafa náð svo mikilli útbreiðslu, að hver þeirra nær að heita má til allra tjónþola á sínu sviði. öllum vá- tryggingum er það sameiginlegt, að um ákvörðun bótafjárhæðar fer í stórum dráttum eftir reglum skaðabótaréttar, en eigi er það skilyrði fyrir rétti til vátryggingarbóta, að tjónþoli eigi skaðabótakröfu að lögum. I Svíþjóð má skipta þeim, sem bíða tjón sökum líkamsmeiðsla, í tvo flokka, eftir því hve ríkur réttur þeirra er til slysabóta. 1 öðr- um flokknum eru þeir, sem nær einvörðungu verða að styðjast við almannatryggingar.21 Er nú svo komið, að maður, sem slasast eða veik- ist, fær mest allt fjártjón sitt greitt úr almannatryggingum. 1 hinum flokknum eru tjónþolar, sem njóta bóta, sem ákveðnar eru eftir reglum skaðabótaréttarins um bótafjárhæð. Til þess flokks teljast í fyrsta lagi þeir, sem eiga skaðabótakröfu að lögum, í öðru lagi þeir, er njóta vátryggingarbóta eftir fyrrnefndum lögum um umferðartjón frá 1975 og í þriðja lagi þeir, sem rétt eiga úr áðurgreindum þremur vátrygg- ingum utan almannatryggingakerfisins (atvinnuslysatryggingu eða vátryggingu gegn heilsutjóni af læknismeðferð eða lyfjum). Munur á bótum í þessum tveimur flokkum er ekki mikill. Hann er aðallega í því fólginn, að þeir, sem teljast til síðarnefnda flokksins, eiga rétt á bótum fyrir ófjárhágslegt tjón.22 Af þessu má fá nokkra hugmynd um hversu mikið tryggingar hafa rýrt gildi skaðabótaréttar sem bóta- úrræðis vegna slysa í Svíþjóð. Nýmæli í norskri skaðabótalöggjöf, sem hér skipta máli, felast annars vegar í breytingum, er gerðar voru árið 1973 á norsku skaða- bótalögunum frá 1969 og hins vegar á lagareglum um umferðartjón frá 1959. Reglur þær í norsku skaðabótalögunum,23 sem takmarka 17 Arnljótur Björnsson (1977), sjá einkum bls. 188 og 192 og sami (1980), bls. 221 o. áfr. 18 Hellner (1976), bls. 225-8. 19 Oldertz, bls. 67 o. áfr. 20 Dufwa (1976), bls. 313 o. áfr. 21 Sjá einkum „lag 1962:381 om allmán försákring". 22 Hellner (1976), bls. 240 og sami (1980), bls. 37. 23 Lov om skadeserstatning 13/6 1969 (nr. 26), sbr. breytingarlög 25/5 1973 (nr. 26). 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.