Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 56
í reglugerðardrögunum er gert ráð fyrir því að tekjumörk þessi svari til sexfaldrar tekjutryggingar skv. lögum um almannatryggingar, eins og hún er ákveðin á hverjum tíma. Miða skuli við vergar tekjur til skatts (helming af sameiginlegum tekjum hjóna eða sambýlisfólks), að frádregnum barnalífeyri skv. lögum um almannatryggingar fyrir hvert barn er einstaklingur kunni að hafa á framfæri sínu. — Þetta hefði í för með sér að á að giska 4/5 hlutar einstaklinga og liðlega helmingur þeirra sem eru í hjúskap eða búa í óvígðri sambúð ættu rétt til aðstoðar skv. frv. Sé tekið einfalt dæmi, þá nam tekju- trygging á árinu 1977 294.558 kr. Sexföld tekjutrygging á því ári nam þar af leiðandi 1.767.348 kr. Barnalífeyrir á árinu 1977 nam 168.378 kr. Dagvinnu- tekjur ófaglærðs verkamanns námu á árinu 1977 1.307.000 kr„ en heildartekjur (að tekjum maka meðtöldum) að meðaltali 3.435.000 kr. (Nýrri tölfræðilegar upplýsingar liggja ekki fyrir). Sé tillit tekið til hjúskapar eða óvígðrar sam- búðar og barnafjölda er Ijóst, að ófaglærðir verkamenn eiga yfirleitt rétt til aðstoðar skv. fyrrgreindum reglugerðardrögum. Reynist þau tekjumörk sem þar er gert ráð fyrir of lág eða of há, er hægur vandi að breyta þeim án laga- breytingar. 3. Hvernig á að sækja um lögfræðiaðstoð? í 7. gr. frv. er gert ráð fyrir því að sækja þurfi um það til dómsmálaráðu- neytisins á sérstöku eyðublaði, að ríkissjóður taki þátt í kostnaði við lög- fræðiaðstoð. Umsókn skal undirrituð af þeim, sem aðstoðar beiðist og þeim sem hana veitir. í reglugerðardrögunum eru nánari ákvæði um hverjar upp- lýsingar skuli fylgja umsókn og eru þær helstu þessar: 1. Nafn, heimili, staða og nafnnúmer umsækjanda. 2. Nafn og nafnnúmer maka/sambýliskonu eða sambýlismanns. 3. Fjöldi barna á framfæri umsækjanda. 4. Skattskyldar tekjur umsækjanda og maka/sambýliskonu eða sambýlis- manns á því ári, sem greint er í 2. mgr. 2. gr. ásamt vottorði skattyfir- valda eða annarri fullnægjandi sönnun um tekjufjárhæð. 5. Tilefni aðstoðar og í hverju hún felst. 6. Aðrar skýringar, ef nauðsynlegar þykja, þ.á m. rökstuðningur fyrir beiðni um aðstoð skv. 2. gr. frv. Nefndin gerði tillögu að umsóknareyðublaði og er það birt hér til frekari skýringar. 4. Hverjir láta lögfræðiaðstoð í té? í þessu sambandi sýndist einkum vera þriggja kosta völ: í fyrsta lagi, að þessi þjónusta yrði í höndum starfandi lögmanna, en kostuð að mestu af því opinbera. i öðru lagi, að þjónustan yrði í höndum sérstakra stofnana í eigu hins opinbera. í þriðja lagi, að þjónustan yrði í höndum stofnana í eigu einkaaðila, sem nytu opinberra styrkja. Með frv. var fyrsta leiðin valin og í samræmi við það segir í 4. gr. þess, að starfandi héraðsdóms- og hæstaréttarlögmenn, svo og fulltrúar þeirra, séu skyldir til að láta í té aðstoð skv. lögunum. — Þeir geti þó synjað um aðstoð í einstökum tilvikum, ef þeir telja málefni þess eðlis, að aðstoð sé bersýni- lega þarflaus, hún brjóti í bága við siðareglur lögmanna eða starfsannir þeirra banni. 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.