Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 48
7. EFNI í STUTTU MÁLI Af ýmsum ástæðum gegna reglur skaðabótaréttar utan samninga ekki að öllu leyti vel því hlutverki að bæta tjón, sem menn verða fyrir. Líklegt er að flest atvik, sem valda tjóni á mönnum eða munum hér á landi, séu þannig vaxin, að tjónþoli fái ekki bætur eftir skaðabóta- reglum utan samninga. Margir telja ósanngjarnt að gera upp á milli tjónþola eftir þeim reglum, sem nú gilda almennt um skaðabætur. Því til stuðnings er m.a. bent á, að skaðabótarétturinn sé líkastur happ- drætti, þar sem oft sé tilviljun háð hverjir hreppa bætur og hverjir verða að sætta sig við að bera tjón sitt bótalaust. Efasemdir hafa einnig komið fram um gagnsemi skaðabótaréttar varðandi annað meginhlutverk hans, varnaðarhlutverkið. Það er mjög almenn skoðun, að tryggingar í einhverri mynd séu úrræði, er geti og eigi að leysa þörf manna fyrir bætur. Hins vegar er skaðabótaréttur flestra ríkj a, þ.á m. íslands, svo ósamstæður, að ekki er heppilegt að fjalla í einu um endurbætur á öllum sviðum hans. Viðfangsefni ritgerðar þessarar er aðallega það, hvernig æskilegt sé að skipa reglum um bætur fyrir tjón á mönnum, svokallað líkamstjón (1. kafli). Snemma á þessari öld hófust fræðilegar athuganir og umræður lög- fræðinga á Norðurlöndum um, hvernig bæri að láta vátryggingar koma í stað skaðabótaréttar. Bent var á margar leiðir til þess, en skoðanir voru skiptar. Eftir síðari heimsstyrjöldina beindist starf norrænna lögfræðinga mjög að endurskoðun og samræmingu gildandi skaðabótareglna, og lagði sænski fræðimaðurinn Strahl til að lögboð- in yrði almenn slysatrygging og skaðabótaréttur vegna líkamstjóns yrði felldur niður að sama marki. Hugmyndir Strahls um framtíðar- skipan bótareglna höfðu mikil áhrif á síðari þróun á Norðurlöndum, einkum í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi. I þessum ríkjum hafa nú verið sett lög, sem takmarka skaðabótarétt í ýmsum tilfellum, aðallega þó varðandi líkamstjón. Einnig hefur efling almannatrygginga og aukn- ar vátryggingar á ýmsum sviðum dregið afar mikið úr mikilvægi skaðabótaréttar sem bótaúrræðis vegna slysa á mönnum. Lengst er þessi þróun komin í Svíþjóð. Þrátt fyrir þessar miklu breytingar hillir ekki undir endalok skaðabótaréttar í greindum ríkjum (2. kafli). Víða utan Norðurlanda hefur borið til tíðinda á þessum vettvangi, bæði vegna nýrra laga og á annan hátt. I Nýja Sjálandi urðu rót- tækastar breytingar. Þar var skaðabótaréttur vegna líkamstjóns lagð- ur niður með lögum árið 1974. I stað hans var sett á laggirnar almenn ríkisslysatrygging, er tryggir hverjum manni, sem slasast þar í landi, 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.