Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 39
í Englandi hafa hugmyndir um algert afnám skaðabótaréttar vegna
umferðarslysa fengið talsverðan hljómgrunn meðal fræðimanna. Má
einkum nefna prófessor Street, sem setti fram tillögur þess efnis'10,
og tillögur nefndar, sem starfaði á vegum Bretlandsdeildar Alþjóða-
lögfræðinganefndarinnar.47
Ekki hefur neitt orðið úr lagabreytingum í þessa átt í Bretlandi
eða stærri ríkjum Vestur-Evrópu.48 Hafa þó verið samdar vandaðar
tillögur um umferðarslysatryggingu og afnám hefðbundinna skaða-
bótaréglna á þessu sviði í Frakklandi49 og Þýskalandi.50
3.4. Samantekt
Af framangreindu yfirliti (sbr. niðurlag 2. kafla og 3.1.-3.3.) sést,
að skaðabótaréttur vegna líkamstjóns er á undanhaldi víða um lönd,
ekki fyrst og fremst vegna breytinga á settum réttarreglum á sviði
skaðabótaréttar, heldur vegna þróunar annarra bótakerfa. Nýja Sjá-
land hefur sérstöðu. Víðast hvar í Evrópu, einkum þó Skandinavíu,
Bretlandi og ríkjum, sem búa við sosíalískt hagkerfi, er hlutur al-
mannatrygginga meðal slysabótaúrræða risavaxinn. Vátrýgginga-
starfsemi, sem rekin er af einkaaðilum, skipar og stóran sess í ríkjum
Vestur-Evrópu, og munar hér um lögboðnar og samningsbundnar
einkavátryggingar, sem getið var að nokkru í 2. kafla. 1 Bandaríkj-
unum veita almannatryggingar litla vernd í slysatilvikum.51 Þó að
einkavátryggingar séu öflugar þar, skortir svo mikið á almenna út-
breiðslu þeirra, að skaðabótaréttur er þar enn talinn allmikilvægt
bótaúrræði, þegar líkamstjón ber að höndum.
1 öllum ríkjum, sem hér á undan hefur verið vikið að, nema Nýja
Sjálandi, eru við líði a.m.k. þrenns konar slysabótakerfi: skaðabóta-
réttur, almannatryggingar og vátryggingar, sem einkaaðilar annast.
Mjög erfitt er að afla tölfræðilegra upplýsinga, er gætu orðið grund-
völlur samanburðar á hlutdeild einstakra bótakerfa í heildarbóta-
greiðslum, sem inntar eru af hendi vegna slysa í þessum ríkjum.
46 Sjá rit eftir Elliot og Street, sem kom út 1968.
47 Rit nefndarinnar „No Fault on the Roads“ kom út 1974.
48 Af ríkjum utan Evrópu má nefna Israel, sem kom á umferðarslysatryggingu með
lögum, er tóku gildi á árinu 1976. Samtímis var felldur úr gildi bótaréttur manna
á grundvelli venjulegra skaðabótareglna að því leyti, sem vátryggingin bsetir tjón-
ið. Slysatryggingarbæturnar reiknast eftir reglum skaðabótaréttar, sjá Kretzmer,
bls. 288 o. áfr.
49 Tunc (1966). Um tillögu Tunc má auk þess vísa í Hellner (1967), bls. 712 o. áfr.
50 Sjá ritgerð eftir von Hippel, sem getið er í „Skrá um rit, sem vitnað er til“. Um
tillögu von Hippel fjallar Tunc (1979), bls. 73-4.
51 Fleming (1979), bls. 268.
89