Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 25
að unnt væri að ná langt með því að setja þá reglu, að maður geti almennt ekki krafist skaðabóta fyrir tjón, sem unnt hefði verið að fá vátryggingarvernd gegn. Þetta ætti sérstaklega vel við um muna- tjón. Yfirleitt væri gerlegt að fá menn, er eiga dýrmæta hluti, til að vátryggja. Ussing tók þó fram, að hér væri sá hængur á, að eigi væri kleift að fá vátryggingu gegn öllu tjóni á hlutum. Að vísu væru til margvíslegar tegundir munatrygginga, en margs konar tjón væri undanþegið. Taldi Ussing að kanna þyrfti nánar, hvort ekki mætti koma á eins konar almennri „slysatryggingu“ á munum.11 Slík alls- herjar („all risks“) vátrygging myndi hafa þann kost, að því sem næst engin „göt“ yrðu á vátryggingarverndinni að því er varðar skemmdir á eða glötun hluta. 2.2. Álitsgerðir eftir Ussing, Wikborg og Strahl árið 1950 Umræður um framtíð skaðabótaréttar komust á nýtt stig eftir síð- ari heimsstyrjöldina. Árið 1946 var af hálfu Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar ákveðið að halda áfram samvinnu um undirbúning löggjafar. Meðal annars var fastráðið að endurskoða réttarreglur um skaðabætur utan samninga. Fulltrúar ríkjanna þriggja voru sammála um, að æskilegt væri að sérfræðingar könnuðu í sameiningu, hvort fært væri að koma á samræmdum lagareglum um skaðabætur á Norðurlönd- um. Finnlandi og Islandi var gefinn kostur á að taka þátt í frum- könnun á þessu málefni, en það boð var hvorki þegið af Finnum né íslendingum. Árið 1950 voru lagðar fram álitsgerðir þriggja lögfræð- inga, þar sem greint er frá gildandi skaðabótareglum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og jafnframt gerðar tillögur um hvernig haga skyldi samstarfi um lögfestingu skaðabótareglna á Norðurlöndum. Þeir, sem álitsgerðirnar sömdu voru Henry Ussing frá Danmörku, Erling Wik- borg frá Noregi og Svíinn Ivar Strahl. Álitsgerð Ivars Strahl markar tímamót á þessu sviði. I henni er að finna nýjar og athyglisverðar hugmyndir, sem ganga miklu lengra en áður voru dæmi um. Á 19. þingi norrænna lögfræðinga, sem haldið var í Stokkhólmi 1951, hafði Strahl framsögu um umræðuefnið „Skaðabætur og vátrygging“. Þar fjallaði hann um mál þetta í stórum dráttum á sama hátt og í álits- gerð sinni frá því árið áður. Verður nú skýrt frá nokkrum aðalatrið- um tillagna hans. Strahl taldi æskilegt, að allir, er bíða líkamstjón, fái bætur í sam- ræmi við bótaþörf hvers og eins óháð orsök að slysi. Heppilegustu 11 Ussing, bls. 10-11. 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.