Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 54
Ávíð 02 dreif NOKKUR ORÐ UM DRÖG AÐ FRUMVARPI TIL LAGA UM LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ HERLENDIS i. Öðru hvoru hafa komið fram hér á landi bæði í ræðu og riti hugmyndir um löggjöf varðandi lögfræðilega aðstoð við almenning. Árið 1959 flutti Hákon Guðmundsson erindi á aðalfundi Orators, sem m.a. fjallaði um þetta efni. (Nokkur orð um gjafasókn og ókeypis lögfræðiaðstoð við almenning: Úlfljótur, 4. tbl. XII. árg., bls. 3-13). Árið 1973 ritaði Gunnar Eydal grein um efnið (Lögfræðiaðstoð án endurgjalds, Tímarit lögfræðinga, 4. h. 23. árg. bls. 10-21) og að sama efni er vikið í grein eftir Guðjón Stein- grímsson árið 1977 (Ókeypis lögfræðiaðstoð: Timarit lögfræðinga, 4. h. 27. árg., bls. 165-167).Loks birtist í „Auðarbók Auðuns“, sem út kom í júní á þessu ári, grein eftir Ingibjörgu Rafnar hdl. um þetta mál (Réttarhjálþ án endurgjalds). Höfundar þessara greina telja allir lagasetningu um þetta efni hérlendis a.m.k. æskilega. Á Alþingi árið 1974 fluttu Svava Jakobsdóttir og Ragnar Arnalds svohljóð- andi þingsályktunartillögu um lögfræðiþjónustu fyrir efnalítið fólk: „Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að sjá til þess, að komið verði á fót lög- fræðiþjónustu fyrir efnalítið fólk óháðri gjaldskrá Lögmannafélags islands". Til er óprentuð greinargerð frá árinu 1978 eftir Ragnar Aðalsteinsson og Gunnar Eydal, þar sem ýtarlega er fjallað um þetta efni og m.a. greint frá réttarreglum í ýmsum löndum. Þann 24. október 1978 skipaði Steingrímur Hermannsson, dómsmálaráð- herra nefnd „til þess að huga að lagareglum um ókeypis lögfræðiþjónustu fyrir efnalítið fólk ... i nefndinni áttu sæti Björn Þ. Guðmundsson, Guðjón Steingrímsson, Magnús Thoroddsen, Ólöf Pétursdóttir og Eiríkur Tómasson, sem var skipaður formaður. Nefndin skilaði áliti sinu 27. apríl 1979 og fylgdi því drög að frv. til laga um lögfræðiaðstoð ásamt drögum að reglugerð. Á þingi Dómarafélags íslands 9. nóvember 1979 flutti undirritaður erindi um þetta efni. Þar var fjallað almennt um hugtakið ,,lögfræðiaðstoð“, um rök fyrir lagasetningu um slíka aðstoð, um erlendar réttarreglur um þetta efni og loks um framangreind frumvarps- og reglugerðardrög. Þar sem frv. um þetta efni hefur ekki verið lagt fram á Alþingi og drög umræddrar nefndar fáum aðgengileg þykir réttlætanlegt að birta þetta greinarkorn málinu til kynningar. Með vísan til þess, að í rituðu máli er töluvert að finna um efnið almennt, svo sem greint hefur verið frá, verður hér að mestu látið við það sitja að reifa efni nefndra frumvarps- og reglu- gerðardraga. 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.