Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 45
Mjög er umdeilt að hve miklu leyti fjárhagslegar tjónavarnir komi að gagni, en telja verður, að þeim megi ekki gleyma, þegar ákvörðun er tekin um, hvernig gera skuli bótakerfi framtíðarinnar úr garði. 5. AÐ HVAÐA MARKI BER AÐ KEPPA VIÐ ENDURSKOÐUN Á LAGAREGLUM UM TJÓNBÆTUR? Hér á undan hefur fremur verið rætt um leiðir en markmið. Marg- ar skoðanir hafa verið uppi um hvert sé markmið skaðabótaréttar, og skal ekki gerð grein fyrir þeim hér. Aðeins skal nefnt, að í frum- varpi til skaðabótalaganna sænsku frá 1972 segir, að markmið endur- skoðunar skaðabótaréttarins sé: ,,Að setja reglur um, hvernig jafna skuli niður á þegnana fjárhagslegum afleiðingum tjónsatburða. Régl- ur, er fullnægja þeim kröfum, sem eru almennt gerðar um félagslegt réttlæti og öryggi og sem jafnframt hafa í för með sér hagkvæmustu nýtingu þeirra fjármuna, er þjóðfélagið og einstaklingar hafa yfir að ráða. Við endurskoðunina verður einnig að hafa að leiðarljósi, að skaðabótakerfið verði þannig úr garði gert, að það ýti undir viðleitni til að koma í veg fyrir tjón og fækka atvikum, sem tjón hlýst af, þ.e. að skaðabætur hafi vamaðaráhrif".63 Þessi orð frumvarpsins geta ekki aðeins átt við um skaðabótareglur í hefðbundinni merkingu, held- ur einnig um reglur annarra bótakerfa. Þykir rétt að fara um það ör- fáum orðum. Ummælin stefna að fleiri en einu markmiði. Auk þess greina þau ekki fullkomlega skýrt á milli markmiðs og leiða að mark- miði. Áður hefur verið minnst á erfiðleika á að sama bótakerfi geti fullnægt bæði varnaðarhlutverki og bótahlutverki. Að varnaðaráhrif- unum frátöldum er hér stefnt að því að greiðsla tjónbóta fullnægi fé- lagslegu réttlæti og öryggi og þjóðhagslegri hagkvæmni. Það er eigi hlutverk lögfræðinnar að skilgreina hugtökin félagslegt réttlæti og öryggi, en ætla verður, að í þeim felist m.a., að tjónþolum verði tryggður sem fullkomnastur réttur til bóta, enda liggi ekki fyrir sér- stakar ástæður, er mæli gegn slíkum rétti. En eru ný bótakerfi líkleg til að fullnægja óskinni um félagslegt réttlæti og öryggi, jafnframt því að þjóðhagslegrar hagkvæmni sé gætt? Þau bótakerfi, sem hugs- anlega geta komið í stað skaðabótaréttar, veita almennt ekki fullar bætur. Á hinn bóginn veita þau miklu fleiri tjónþolum úrlausn en skaðabótareglurnar gera, þannig að hætta er á, að heildarkostnaður af tjónum verði meiri en nú, ef til róttækra breytinga kemur. Hér 63 Kungl. Maj:ts proposition nr. 5 ár 1972 (skammst. Prop. 1972:5), bls. 83. 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.