Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 40
4. HVERNIG SKAL GERA NYTT BÓTAKERFI ÚR GARÐI? Eins og áður hefur komið fram, mun ekki vera ágreiningur um, að tryggingar í einhverri mynd séu heppilegra úrræði en reglur skaða- bótaréttarins til að leysa þörf tjónþola fyrir bætur. Ekki eru heldur verulegar deilur um, að vátryggingar, sem keyptar eru beint á hags- munum tjónþola fullnægi þessum tilgangi betur en ábyrgðartrygging- ar. En menn greinir á um, hvers konar tryggingakerfi sé hentugast, svo og að hve miklu leyti eigi að víkja skaðabótaréttinum til hliðar. Verður nú sagt frá nokkrum þeim leiðum, sem til greina koma. 4.1. Algert eða takmarkað afnám skaðabótaiéttai' Svo sem fyrr er komið fram, varða langflestar hugmyndir um ný bótakerfi í stað skaðabótaréttar aðeins ákveðna þætti hans, einkum reglur um bætur fyrir líkamstjón af völdum umferðarslyss eða lík- amstjón almennt, sbr. 3. kafla. Þeir, sem aðhyllast nýskipan bóta- reglna fyrir umferðarslys, viðurkenna yfirleitt nauðsyn breytinga á öðrum sviðum skaðabótaréttarins, en benda á ýmis rök, sem mæla með því að ríða á vaðið með endurbætur á rétti þeirra, er slasast í umferðinni. Helstu rök eru þessi: (1) „No-fault“-kerfi fyrir umferð- arslys hefur þegar gefið góða raun, þar sem það hefur verið tekið upp. Þess vegna ber að nota þá reynslu og koma umbótum á tafarlaust, en bíða ekki eftir að leysa hliðstæð vandamál á öðrum sviðum, sem minna eru rannsökuð. (2) Flestir þeirra, sem tjón bíða sökum slysa, slasast af völdum umferðar, í vinnu eða í heimahúsum. Nú þegar er fyrir hendi allöflugt bótakerfi vegna umferðarslysa, en bótaréttur vegna vinnuslysa er ekki eins vel tryggður og slys í heimahúsum fást ekki bætt, nema í mjög takmörkuðum mæli. Af þessum þrem flokk- um slysa kostar langminnst að laga bótakerfi umferðarslysa, þannig að það verði fullnægjandi. Miklu þarf hins vegar að kosta til, ef auka á slysabætur í hinum flokkunum. (3) Þegar vinna á bug á miklu órétt- læti, eru þau rök gegn endurbótum léttvæg að einnig sé nauðsynlégt að bæta um á öðrum sviðum. Ef fallist yrði á slík rök, myndi ekki vera unnt að koma neinum umbótum á, nema með því að önnur vandamál yrðu leyst samtímis. Takmarkaðar umbætur eru betri en engar.62 4.2. Á að greiða fullar bætur? Mörg áform um bótakerfi miða einungis að því að veita tjónþola vissa úrlausn, þ.e. að tryggja þeim, sem verða fyrir tjóni, bætur upp 52 „No Fault on the Roads“, bls. 51. 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.