Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 12
Þegar áfrýjunarleyfi er veitt, er málsmeðferðin að mestu í sam- ræmi við eldri reglur og þess vegna skrifleg. Þó hefur verið gerð sú veigamikla breyting, að munnlegur flutningur er heimill. Hæstirétt- ur ákveður sjálfur, hvenær og í hvaða mæli mál skuli munnlega flutt. 1 sjálfu sér er ekkert því til fyrirstöðu, að einnig sé fjallað um sönn- unaratriði, þó að hlíta verði þeirri reglu, að ný sönnunargögn verði yfirleitt ekki lögð fram í æðra dómi. Til þessa höfum við aðeins dæmt í fáum málum, sem komið hafa til Hæstaréttar samkvæmt áfrýjunar- leyfi. Hefur í þeim ekki þótt þörf á að mál væri flutt munnlega. Af framansögðu má ráða, að Hæstiréttur starfar nú að mestu leyti í því skyni að móta fordæmisreglur. Þessi þróun hefur einnig orðið í mörgum öðrum löndum. Slíkir dómstólar standa oft andspænis þeim vanda, hvenær og hvernig víkja megi frá fyrri dómvenju. Bretar munu hér tala um „the doctrine of stare decisis“. í Finnlandi hafa engar lagareglur verið settar um þetta atriði, hvorki efnis- né réttarfarsregl- ur. Dómstólarnir taka sjálfir ákvörðun um, hvenær mál er þess eðlis, að þeir geti vikið frá fyrra fordæmi, og Hæstiréttur getur fyrir sitt leyti mælt fyrir um þetta í starfsreglum sínum. Nú gildir sú regla um málsmeðferðina í Hæstarétti, þegar svo stend- ur á sem greint var, að frá fyrri réttarvenju verður ekki vikið nema forseta réttarins hafi verið sagt frá málinu. Forsetinn ákveður, hvort deildin skuli fella dóm eða málinu skuli vísað til meðferðar in pleno, þ.e. til fullskipaðs Hæstaréttar. Þannig er venjulega að farið, ef um er að ræða augljóst frávik frá dómvenju og telja má, að atriðið hafi veru- lega þýðingu fyrir dómstóla og almenning. Ef það skiptir ekki miklu, heldur málið venjulega áfram í deild. Það hefur nokkra þýðingu, hvort dómarar í henni eru sammála eða ekki. Sé um að tefla gamalt fordæmi, sem ekki hefur haft mikla lagalega þýðingu, hvorki við dómstóla né í réttarframkvæmd að öðru leyti og það hefur ekki verið talið miklu skipta í fræðiritum, getur meðferðin venjulega haldið áfram. Þegar þessi háttur er hafður á, veldur það erfiðleikum, sem vaxa þegar dóm- endum fjölgar, að í fullskipuðum dómi sitja margir dómarar og máls- meðferðin þar tekur langan tíma, ef allir dómendur vilja fá umhugs- unarfrest og lesa málsskjölin. Þess vegna tók Hæstiréttur fyrr á þessu ári þá ákvörðun, að tekið skyldi upp nýtt fyrirkomulag, sem kalla má millistig milli meðferðar í deild og in pleno. Er það meðferð í svo- kallaðri stækkaðri deild, sem skipuð er eftir sérstökum ákvæðum í starfsreglum réttarins. Sitja í henni 10 eða 11 dómendur í stað 29 eða 30, sem eru í fullskipuðum dómi. Þessi breyting virðist hafa borið góðan árangur. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.