Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 7
væri ákærður fyrir landráð.
Hinir almennu dómstólar fjalla fyrst og fremst um opinber mál og
einkamál. Sérdómstólar hafa verið settir á fót fyrir stjórnsýslumál
svo og viss önnur mál. Um sum mál fjalla hinir almennu dómstólar
skipaðir á sérstakan hátt. Ágreiningur um stjórnsýslumálefni — þar
á meðal skattamál — kemur fyrst fyrir framkvæmdarvaldshafa, en
lokameðferðin er í höndum Æðsta stjórnsýsludómstólsins. Er skipan
hans að mestu með sama hætti og Hæstaréttar. Lægri stjórnsýslu-
dómstólar með föstum dómurum tíðkast ekki. Frá þessu eru nokkrar
undantekningar. 1 tengslum við lénsstjórnirnar, sem eru 10, eru þó
svokallaðir lénsréttir, er starfa sem dómstólar. Líklegt má telja, að
ekki verði gerðar tillögur um að stofna nýja lægri stjórnsýsludómstóla,
eins og í Svíþjóð, en í staðinn verði reynt að koma nýrri skipan á störf
lénsréttanna.
Hinir eiginlegu sérdómstólar, sem hér verða nefndir, eru jarðadóm-
arnir, en mál frá þeim ganga til Hæstaréttar, vatnadómarnir, en ákvörð-
unum þeirra verður eftir efni ýmist skotið til Æðsta stjómsýslu-
dómstólsins eða Hæstaréttar, Tryggingarétturinn, en ákvörðunum hans
um almannatryggingamál verður skotið til Hæstaréttar eða Æðsta
stjórnsýsludómstólsins, Félagsdómur, sem fjallar um kjaraágreining,
og Markaðsdómstóllinn, sem fjallar um viss mál varðandi neytenda-
vernd. Þeir tveir dómstólar, sem síðast voru nefndir, fjalla um mál
sem fyrsta og síðasta dómstig, dómum þeirra verður ekki áfrýjað.
Yrðu alvarleg mistök í störfum þeirra, gæti Hæstiréttur þó lýst dóm
þeirra úr gildi fallinn. Hingað til hefur þó ekki til þess komið. Dóma
stjórnsýsludómstólanna getur Hæstiréttur ekki fellt úr gildi. Æðsti
stjórnsýsludómstóllinn er þannig jafnsettur Hæstarétti, þó þannig, að
ágreining milli þessara tveggja dómstóla um valdmörk þeirra úrskurð-
ar Hæstiréttur.
3) Eins og ráða má af því, sem nú var sagt, eru nokkur ellimörk á
finnska dómskerfinu, eins og það er nú, og kemur það ekki síst fram
hjá almennu dómstólunum. 1 ýmsum atriðum hafa engar breytingar,
sem máli skipta, verið gerðar um áratuga skeið, og um sumt er kerfið
að mestu óbreytt frá því sem var á 18. öld. Síðustu 100 árin hafa
margar tilraunir verið gerðar til að endurskoða réttarfarið frá grunni,
en allar hafa þær misheppnast. Þeir sem ekki kunna góð skil á sögu
Finnlands, munu undrast, að árangur hefur ekki náðst. Þeim sem
söguna þekkja, veitist léttara að skilja, hvað á hefur skort, enda má
svipað segja um önnur réttarsvið. Stjórnmálaórói og styrjaldir hafa
sett mark sitt á sögu okkar á þessari öld í ríkara mæli en sögu margra
57