Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Síða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Síða 4
Curt Olsson jur. dr., forseti Hæstaréttar Finnlands: FINNSKT RÉTTARFAR Breytingar og breytingatillögur Fyrirlestur á fundi í Dómarafélagi íslands 13. nóv. 1980 1) 1 upphafi máls míns þakka eg boð til fundar í Dómarafélagi Is- lands. Það er mér heiður og ánægja að eiga þess kost að halda fyrir- lestur, þar sem allir dómarar á Islandi koma saman. 1 fyrirlestri mínum mun eg að mestu fjalla um efni, sem hafa raun- hæfa þýðingu, en ekki ræða söguleg atriði nema nauðsyn krefji. Eg lýsti hinni sögulegu þróun í fyrirlestri í Norræna húsinu fyrir nokkr- um dögum. Fyrst mun ég stuttlega lýsa meginatriðum finnsks réttar- fars, eins og það er nú, en að því búnu beina athyglinni að réttarbót- um, sem nýlega tóku gildi og varða áfrýjun til Hæstaréttar, og loks ræða fyrirætlanir um breytingar á hinum almennu héraðsdómstólum í iFinnlandi. 2) Hin almennu dómstig í Finnlandi eru þrjú: undirréttur, hof- réttur og Hæstiréttur. Undirréttirnir eru tvenns konar, héraðs- réttur í strjálbýli og venjulega ráðstofuréttur í bæjunum. Þeir eru ekki skipaðir með sama hætti. I hinum fyrri, sem eru 144 að tölu, sitja héraðshöfðingi og nefnd. Héraðshöfðinginn er dómari að aðalstarfi, skipaður af Hæstarétti. Nefndarmennirnir eru leikmenn, 5—7 tals- ins, sem sveitarstjórn velur til 4 ára. Þeir hafa ekki atkvæðisrétt hver um sig, en geta borið dómsformanninn, héraðshöfðingj ann, atkvæðum, ef þeir eru allir á einu máli. Hins vegar eru dómþing ráðstofuréttanna, sem starfa í 35 bæjum, háð af 3 dómurum, sem hafa jafnan atkvæðis- rétt. Formaður ráðstofuréttarins er alltaf lögfræðingur og kallaður borgmeistari. Að jafnaði eru dómararnir í ráðstofuréttinum lögfræð- ingar, þótt það komi fyrir í litlum bæjum, að ráðsmenn séu það ekki. Borgmeistarinn er skipaður af Hæstarétti að fengnum tillögum bæjar- fulltrúa, en bæjarfulltrúarnir velja ráðsmennina. 54

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.