Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 4

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 4
getur og ávallt gert aðilum viðvart um slik atriði og gefið þeim kost á að tjá sig um þau, ef slikt þykir eðlilegt. í fræðiritum er venjulega rætt um tvenns konar sérfræðinga i sambandi við sérfróða meðdómsmenn. í fyrsta lagi um sérfræðinga sem hafa nokkuð al- menna þekkingu á því sviði, sem dómstóllinn (sérdómstóllinn) dæmir. í öðru Iagi er um að ræða sérfræðinga sem kvaddir eru til starfa með sérstöku tilliti til þess sakarefnis sem dæma á í eitt tiltekið skipti. í 1. mgr. 37. gr. A eml. er þetta orðað svo: ,,Ef deilt er um staðreyndir, sem fram eru bornar sem málsástæður og dómari telur þörf sérkunnáttu í dómi, getur hann skipað tvo meðdómsmenn, sem slíka kunnáttu hafa . .. “ Þetta orðalag bindur hend- ur héraðsdómarans tæpast mjög mikið. Færa má fram góð rök fyrir því, að héraðsdómari skuli þarna hafa nokkuð vítt svigrúm til þess að meta hverjir skuli kvaddir til starfa sem sérfróðir meðdómsmenn. Dæmi: A byggir mála- tilbúnað sinn á hendur B á tveimur málsástæðum, þ. e. í fyrsta lagi og aðal- lega að málsátæðunni X sem varðar almennt þekkingaratriði en í öðru lagi (e. t. v. til vara) á málsástæðunni Y sem varðar þröngt sérfræðilegt atriði, t. d. hvort maður hafi verið ellihrumur þegar hann gerði samning, ef málið varð- ar ógildi samnings. Séu teknir tveir sérfróðir meðdómsmenn um málsástæð- una Y (eins og sumir dómendur mundu freistast til að gera), sýnast tvær hætt- ur geta steðjað að. í fyrsta lagi sú hætta, að málsástæðan Y fái meira vægi heldur _en henni ber vegna þess hvernig hinir sérfróðu meðdómsmenn voru valdir. í öðru lagi er sú hætta að slíkir sérfróðir meðdómsmenn fái of mikið vægi ef aðeins málsástæðan X kemur til skoðunar, því þeir hafa enga sér- fræðilega þekkingu til þess að tjá sig um hana eða lagalega afleiðingu hennar. Annað dæmi: Ákvörðun um bótaskyldu í máli snýst fyrst og fremst um lög- fræðilegt álitaefni en ákvörðun um bótafjárhæð (ef til hennar skyldi koma) er að mestum hluta sérfræðilegt álitaefni. Séu sérfróðir meðdómsmenn valdir með tilliti til síðari málsástæðunnar kemur upp svipað vandamál og sýnt var með fyrra dæminu. Með hliðsjón af fyrrgreindum rökum og fenginni reynslu verður að telja að stefna beri að því að efla íslenska réttarkerfið um sérfróða meðdómsmenn. Þetta verður auðvitað gert með ýmsu móti en hér skal sérstaklega nefna tvennt: Þróunin ætti að stefna f þá átt að veita dómara rúmar heimildir til þess að tilnefna þá sérfræðinga, sem hann telur henta í því máli sem fyrir liggur. Þessu mati dómara ætti ekki að vera unnt að hnekkja nema um aug- Ijósa misnotkun væri að ræða. Rökin eru þau að héraðsdómari er í bestri að- stöðu til að ákveða hvaða meðdómsmenn hæfa í hvert sinn. í annan stað ætti að stefna að því að veita hæstarétti heimild til þess að tilnefna sérfræðinga í dóminn með sama hætti og héraðsdómara. Þau rök sem styðja íslenska meðdómsmannakerfið eiga ekki síður við um hæstarétt. Slíkt kerfi þekkist sennilega hvergi, en engu að síður er unnt og æskilegt að fara þessa leið hér á landi með hliðsjón af þeirri reynslu sem fengist hefur. í raun hefur hæstiréttur fengið hjálp frá sérfræðingum í einhverjum mæli. Það sýnir að rétturinn telur þetta nauðsynlegt í sumum tilvikum. Ætti að stíga skrefið til fulls og veita sérfræðingunum þá aðstöðu, sem tryggir það best, að rétt niðurstaða fáist, þ. e. að gera þá persónulega ábyrga fyrir niðurstöð- unni með sama hætti og embættisdómendur? Ekki verður þó reifað nánar hér hvers efnis slíkar reglur ættu að vera. Stefán Már Stefánsson 122

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.