Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Qupperneq 7

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Qupperneq 7
Eins og framanskráð æviágrip ber með sér, átti Gunnar Thoroddsen að baki óvenjulega langan og viðburðaríkan starfsferil. Það mun fágætt, ef ekki einsdæmi hér á landi, að einn og sami maður hafi haft á hendi öll þau embætti og störf sem Gunnar Thoroddsen gegndi um dagana — verið tvfvegis lagaprófessor, alþingismaður um áraraðir, borgarstjóri á annan ára- tug, sendiherra, hæstaréttardómari og þrívegis ráðherra, þar af síðast for- sætisráðherra. Gunnar Thoroddsen kom víða við á langri leið, og er langt frá að öll störf hans séu tíunduð hér að framan, en aðalþættir starfssögu hans eru: þjóðmál, embættisstörf og lögfræði. Gunnar Thoroddsen hóf ungur afskipti af stjórnmálum. Hann var kjörinn alþingismaður tuttugu og þriggja ára að aldri og mun vera yngsti maður, sem sæti hefur átt á Alþingi. Hann var um áratugi áhrifamaður á Alþingi og í flokki sínum. Um árabil var hann forystumaður og frumkvöðull í borgar- málefnum Reykvíkinga. Embættisstörf Gunnars Thoroddsens voru mikil og margvísleg, hvort held- ur litið er til borgarstjóratlmabils hans, ráðherrastarfa eða sendiherrastarfa. Er eigi unnt að rekja þá sögu hér. Gunnar Thoroddsen kom mjög við sögu lagamanna, bæði sem lagakenn- ari, fræðimaður og dómari. Um lagakennslu hans get ég ekki dæmt af eigin reynd, en það mun vera sammæli nemenda hans, að hann hafi verið góður kennari og vinsæll. Doktorsritgerð hans: Fjölmæli er vandað rit og verður óefað lengi grundvallarrit á sínu sviði. Auk þess hefur hann ritað ýmsar rit- gerðir um lögfræðileg efni. Gunnar var að vísu ekki lengi hæstaréttardóm- ari, en hafa ber og I huga, að hann mun all oft hafa verið varadómari í Hæstarétti á meðan hann var lagakennari. Auk þess hafði hann ýmis skipti af málefnum lögfræðinga sem embættismaður og alþingismaður. Lögfræð- ingar hafa því sérstaka ástæðu til að minnast hans. Gunnar Thoroddsen var góður ræðumaður, traustur og rökfastur, snjall- yrtur og gagnorður. Vandaði hann jafnan málfar sitt, hvort heldur var í ræðu eða riti. Hann var háttvís maður og kurteis, alúðlegur en þó virðulegur. Hann var vinsæll og átti sérstaklega auðvelt með að laða menn að sér. Hann var sannkallaður ,,séntilmaður“. Saga Gunnars Thoroddsen fléttast á marga vegu inn í þjóðarsöguna á starfsárum hans. Gunnar Thoroddsen var óvenjulega fjölhæfur maður, er átti sér yndis- stundir utan daglegs erils og anna. Hann unni tónlist og iðkaði hana, lék á hljóðfæri og samdi lög. Hann var og góður hagyrðingur, þó að hann flík- aði lítt þeirri Iþrótt. Gunnar Thoroddsen var kvæntur Völu Ásgeirsdóttur, hinni ágætustu konu, er studdi hann í starfi og bjó honum fagurt heimili. Lifir hún mann sinn ásamt fjórum börnum þeirra. Ólafur Jóhannesson 125
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.