Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 8
JÓN ÓLAFSSON
Þann 24. júlí 1982 lést hér í Reykjavík Jón
Ólafsson hæstaréttarlögmaður. Með honum féll
frá síðasti íslendingurinn sem lauk embættis-
prófi í lögfræði í Danmörku en starfaði á is-
landi.
Jón Ólafsson fæddist þann 27. febrúar 1893
í Brimnesgerði t Fáskrúðsfirði, sonur Ólafs
bónda þar Finnbogasonar og Sigríðar Bjarna-
dóttur konu hans. Jón lauk stúdentsprófi 1915.
Sigldi hann til Kaupmannahafnar, og eftir
nokkra dvöl þar innritaðist hann í lagadeild
Kaupmannahafnarháskóla. Þaðan lauk hann
lagaprófi 1923. Strax að prófi loknu gerðist
hann starfsmaður bæjarráðs Kaupmannahafn-
ar. Því starfi gegndi hann næstu þrjú árin eða
þar til hann flutti heim til íslands haustið 1926.
Eftir heimkomu hóf Jón málflutningsstörf, fyrsta árið með Birni Kalman hrl.
en gerðist síðan fulltrúi hjá þeim Jóni Ásbjörnssyni hrl. og Sveinbirni Jóns-
syni hrl. til ársins 1931. Það ár stofnaði Jón eigin málflutningsskrifstofu sem
hann rak jafnan síðan. Fáeinum árum áður hafði hann jafnframt gerst for-
stjóri íslandsdeildar lífsábyrgðarfélagsins Andvöku og varð forstjóri þess
frá því það félag var stofnað sem alíslenskt fyrirtæki 1949. Hann tók við
starfi forstjóra Samvinnutrygginga 1954 og stjórnaði báðum félögunum til
haustsins 1958 er hann sagði þeim af sér vegna heilsubrests.
Svo sem hér kemur fram stundaði Jón lengi lögmannsstörf jafnhliða því
sem hann sinnti störfum á sviði vátrygginga. Eftir að Andvaka varð alíslenskt
félag og Jón tók einnig við stjórn Samvinnutrygginga gafst honum að von-
um lítt tóm til að sinna lögmennskunni en hæstaréttarlögmaður varð Jón
árið 1953.
Árið 1943 kom út ritið „íslenskur rikisborgararéttur". Gerir Jón þar á
fræðilegan hátt glögga grein fyrir réttarstöðu íslenskra og danskra ríkis-
borgara í Ijósi Sambandslagasamningsins og laga 21/1919 um ríkisborgara-
rétt, og fjallar um þau mörgu álitaefni sem upp komu vegna jafnréttisákvæða
sambandslaganna. Var þessi bók Jóns fyrsta fræðilega úttektin sem gerð
var á þessu mikilvæga réttarsviði og hafði jafnframt mjög hagnýtt gildi við
túlkun jafnréttisákvæðanna í framkvæmd.
Svo sem rit þetta sýnir hafði Jón alla ævi mikinn áhuga á góðum sam-
skiptum þjóðanna tveggja. Lágu þar án efa að baki góðar minningar hans
frá námsárunum við lagadeild Hafnarháskóla. Kom það glöggt fram í grein
sem hann skrifaði í þetta timarit (1. hefti 1978) um Júlíus Lassen prófessor
( Rómarétti og Garðprófast. Minntist Jón þess að það ár voru 60 ár liðin
frá því próf. Lassen útskrifaði hann í Rómarétti síðastan íslendinga, og gat
126