Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 15

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 15
Dr. Ármann Snævarr hæstaréttardómari: BREYTINGAR Á ALMENNUM HEGNINGARLÖGUM í LJÓSI BREYTTRA VIÐHORFA í REFSIRÉTTI (ERINDI HALDIÐ Á DÓMARAÞINGI 25. NÓVEMBER 1982, MJÖG AUKIÐ) I. AFMÖRKUN EFNISINS. Hér á eftir er ætlunin að veita nokkurt yfirlit yfir breytingar þær, sem orðið hafa á almennum hegningarlögum 19/1940. Enginn vegur er að skýra hverja einstaka breytingu til neinnar hlítar, heldur verður lögð áhersla á hitt að benda á, hver hvati hafi orðið að breytingunum og leiða jafnframt huga að því, í hvaða refsiréttarlegan farveg þær falli og hver refsipólitísk viðhorf búi þar að baki. I lok erindisins verð- ur horft nokkuð til framtíðar og rætt um tímabærar breytingar á refsi- löggjöfinni. II. ALMENNT UM BREYTINGAR Á ALMENNUM HEGNINGARLÖGUM OG VINNUBRÖGÐ AÐ ENDURSKOÐUN LAGANNA. Lög, sem breyta alm. hgl. munu vera 22 talsins, allt frá lögum 47/ 1941 til lága 75/1982. Fylgir skrá um þau í ritgerðarlok. Telst mér svo til, að um 50 greinar af 270 greinum hafi sætt breytingum. Afnumdar hafa verið með öllu fimm greinar (64., 179., 182., 224. og 265. gr.), en einstakar málsgreinar eru afnumdar sbr. 57. gr. 4. mgr., 61. gr. 2. mgr. 68. gr. 3. mgr., 75. gr. 2. mgr., 84. gr. 1. mgr. og 123. gr. 2. mgr. Nýjar greinar að stofni til eru átta: 2. gr. a, 68. gr. a, 83. gr. a og b, 120. gr. a, 173. gr. a, 218. gr. a og 233. gr. a, og hefir þá verið farin sú leið að bæta við a- og eftir atvikum b-greinum, þar sem við á að 133

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.