Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 21

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 21
ljós, að krónubundnar fjársektarrefsingar eru í rösklega 200 lögum ut- an alm. hgl., næsta margvíslegs efnis og frá mismunandi tíma. Er hér stefnt að allsherjarendurskoðun. Um sum þeirra ákvæða, sem ekki hefir verið haggað við, er sérstakt tilefni til að kanna, hvort ekki sé réttast að fella þau úr gildi. Hér er ætlunin að marka stefnu að því er varðar sérrefsilög í framtíðinni, þ. e. að þau greini sektir sem viður- lög án sektarmarka. Bent er hér á, að sú breyting felst í lögum 75/ 1982 og 10/1983, að með þeim eru afnumin ákvæði í lögum, sem lögin tvenn ná til, þess efnis að sekt renni til bæjarsjóðs, sveitarsjóðs eða sýslusjóðs eða uppljóstrunarmanns. Ségir svo um þetta í greinargerð fyrir frv. til fyrri laganna: „Löggæsla er nú kostuð af ríkissjóði ein- göngu, en ekki sameiginlega af ríkissjóði og sveitarsjóðum eins og áður var. Telja verður því niður fallna forsendu þess að láta sektartekjur renna til sveitarfélags“. Um þetta atriði er einnig til þess stofnað að framtíðarstefna sé hér með mörkuð. Vakin skal athygli á, að könnun á végum hegningarlaganefndar tók einnig til fjármarka um dagsektir í ýmsum lögum, og hefir nokkrum fjármörkum verið breytt með lög- um 75/1982 og lögum 10/1983. 1 sambandi við sektir er rétt að geta ákvæðisins í 53. gr. alm. hgl., sbr. lög 101/1976 7. gr., um að vararefsingu skuli ekki beitt við fjár- sekt, ef háttsemi er manni ósaknæm.1) Er með því lögfest merkileg íslensk dómvenja, sbr. hrd. XV (1944) :200, XXVIII (1957) :511, XLI (1970) :212 (fiskveiðibrot), XLIX (1978) :126, 210 (ábyrgðarmenn blaðs), L (1979) :1095 (fiskveiðibrot). Er hér dæmi þess, að lögfest sé regla, sem hefir hlotið öruggan sess í ísl. refsirétti með dómvenjum, sbr. að sínu leyti ákvæði 218. gr. 2. mgr., sbr. lög 20/1981, 12. gr. um samþykki við líkamsárás. Þetta á einnig við um ákvæði 1. gr. 2. mgr. hgl., sbr. lög 31/1961, 1. gr„ og 2. gr. a, sbr. sömu lög, 2. gr„ og athuga- semdir við hana í greinargerð með frv. til laga 31/1961 (útg. hgl. 1961, bls. 180). 1) Ákvörðun vararefsinga við fésektum hefir verið allmikið á reiki í dómum, en samanburður milli ára verður þó örðugur vegna verðsveiflna. Benda má á yfirlitið í ísl. dómaskrám III, 103—106 frá eldri tíð og frá síðus'.u árum registur við dómasafn Hæstaréttar við atriðisorðið refsingar, t.d. registur 1978—1980. Til greina kæmi að ákveða vararefsingu eigi, fyrr en til fullnustu dregur, ef því er að skipta, og að dóm- ari mæti þá hverju sinni, hvort ástæða sé til afplánunar. Styðjast slík málalok m. a. við það, að þá geta legið fyrir gleggri gögn um fjárhag manna og kosti þeirra til að greiða fésekt en er jafnaðarlega við ákvörðun hennar í upphafi. Slíkt fyrirkomulag yrði þó tafsamt í framkvæmd og vafasamur hagur að því, ef á heildina er litið, og virðist ákvæði 3. mgr. 52. gr. vera fullnægjandi. 139

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.