Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 24

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 24
vegum viðskiptaráðherra. í hrd. L (1979) :757 var greitt úr þessu álita- máli. Vísun 1. gr. laga 35/1977 til alm. hgl. þótti taka með öruggri vissu til 248. gr. alm. hgl., sem geymir þyngri viðurlög en nefnd lága- grein. Refsiviðurlög 261. gr. eru að mestu leyti þyngri en refsiviður- lög 1. gr. laga 35/1977. Til álita kom, að 1. gr. laga 35/1977 yrði því aðeins beitt, að hvorki 248. gr. né 261. gr. alm. hgl. ætti við. Gildi laga 35/1977 hefði orðið næsta lítið við þann lögskýringarkost. Þegar virt- ur var aðdragandi að setningu laga 35/1977 og undirstöðurök þeirra, þótti verða að telja, að refsiákvæði þeirra laga væri ætlað að tæma sök út af tékkamisferli, sem hingað til hefir verið talið varða við 261. gr. hgl. Að þessu leyti hefir gildissvið 261. gr. hgl. skerst við setningu sérrefsilaganna. í þessum dómi var raunar einnig úr því skorið, að Seðlabanki Islands hefði auk innheimtuumboðs almennt umboð til að kæra misferli til sakadóms og krefjast málshöfðunar, ef tékki var sendur Seðlabankanum með áritun um greiðslufallið. Sjá einnig hrd. LII (1981) :945 um tékkamisferli, sem áréttar þá lögskýringu. IV. 7. I framhaldi af því, er greinir í 6. lið, má nefna lög 7/1962 er heimila að framselja ísl. borgara til Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar vegna brota, sem framin eru í þessum löndum, að tilteknum skilyrðum fullnægðum. I 1. mgr. 9. gr. alm. hgl. er bann lagt við því að framselja íslenska borgara „til refsingar á vald erlendra ríkja“. Þessu ákvæði var ekki breytt með setningu laga 7/1962, en auðsætt er, að þau ákvæði fá ekki samrýmst efnislega, og gengur þá yngra ákvæði fyrir hinu eldra samkv. lex-posterior sjónarmiðinu. Þessi lög- skýring kemur skýrlega fram í hrd. L (1979) :882, sbr. einkum hér- aðsdóm, sem hæstaréttardómurinn er á reistur að þessu leyti. Lög 65/1974 um ávana- og fíkniefni, sbr. við 173. gr. a alm. hgl., sbr. lög 64/1974 eru og dæmi um það, að lög utan alm. hgl. hafi áhrif á ákvæði þeirra, sbr. VII hér síðar. IV. 8. Lög 17/1962 eru enn dæmi þess, að kerfisbreyting leiði til breytinga á alm. hgl. Þegar embætti saksóknara ríkisins ( nú ríkis- saksóknara) var stofnað með lögum 82/1961, var eðlilegt að saksókn- ara ríkisins væri falin að nokkru eða öllu ýmis þau verkefni, sem alm. hgl. ætluðu dómsmálaráðherra. Breyttu þessi lög 30. gr. hgl. og ákvæð- um 56., 58. og 59. gr. til samræmis við opl. 1 6. gr. 3. tl. var raunar frá upphafi það ákvæði, að mál skyldi „aðeins höfða eftir fyrirskipun saksóknara“. 1 nokkrum tilvikum er enn gert ráð fyrir, að dómsmála- 142

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.