Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 25

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 25
ráðherra mæli fyrir um, hvort mál skuli höfða, sbr. 6. gr. 4. tl., sbr. lög 41/1973, svo og 6. og 7. tl., sbr. lög 52/1980 og 69/1981, sbr. og 97. og 105. gr. hgl. Þegar talað er um „opinbera ákæruvaldið“ í 26. og 27. gr. h'gl. verður það túlkað svo, að átt sé við ríkissaksóknara. Gert er ráð fyrir úrlausn dómsmálaráðherra um ýmis tilvik í alm. hgl., sbr. t. d. 30. gr., 39.—44. gr. 47.—48. gr., 62. gr., 65. gr., sbr. og 85. gr. í reynd, 267. og 270. gr. Benda má á það í þessu sambandi, að breyttar reglur um rannsókn mála urðu meðal annars hvati til þess, að reglur um fyrningu sakar í IX. kafla hgl. voru teknar til endurskoðunar, sbr. lög 20/1981, 3.—9. gr. svo og 59. og 60. gr. hgl., sbr. sömu lög, 1. og 2. gr. Er hér haft í huga, að skv. lögum 107/1976 er frumrannsókn máls í höndum rann- sóknarlögreglu, og getur liðið langur tími uns mál kemur til kasta dóm- ara (um 74. gr. opk, sbr. 12. gr. laga 107/1976 hrd. XLVIII (1977): 1045, XLIX (1978) :1100). Hér má einnig vekja athygli á, að saksóknarreglur 130. gr. opl. urðu m. a. efni til endurskoðunar á 218. gr. hgl., sbr. lög 20/1981, 11. gr. IV. 9. Nokkrar breytingar á alm. hgl. verða raktar til milliríkjá- samninga, sem fullgiltir hafa verið af íslands hálfu, og varða refsilæg efni. Þörfin á breytingum á hgk vegna slíkra samninga getur verið með tvennskonar móti. I fyrsta lagi getur verið þörf á að rýmka lög- söguvald ísl. ríkisins þannig að það nái til háttsemi, sem fjallað er um í fjölþjóðlegum samningi, sbr. 4.—7. tölulið 6. gr. hgk, sbr. lög 41/1973, 24/1976, 52/1980 og 69/1981. Varða samningar þessir ýmis alþjóðleg fyrirbæri, svo sem flugrán; varnarráðstafanir og refsingar vegna glæpa gegn einstaklingum, þ. á m. sendierindrekum, sem njóta alþjóðlegrar verndar; svo og um varnir gegn hryðjuverkum og um háttsemi, sem greinir í alþjóðasamningi um varnir gegn töku gísla. I öðru lagi getur af þessu tilefni verið þörf á að lögfesta refsimæli í ís- lenskum hégningarlögum nema hvorttveggja sé; dæmi um hið síðast- nefnda eru ákvæði í lögum 41/1973 varðandi flugrán (lögsöguákvæði) í 4. tl. 6. gr. svo og 165. gr. 2. mgr. sömu laga (refsiákvæði) og að sínu leyti 120. gr. a hgk Sambærileg ákvæði voru lögfest á Norðurlöndun- um hinum á árabilinu 1971 til 1973. Til er, að eingöngu sé þörf á að lögfesta refsimæli án þess að breytt sé reglum um lögsöguvald ísl. rík- isins, sbr. t. d. lög 96/1971, sbr. 10 lið hér á eftir. Vitaskuld skiptir það miklu máli, að ísl. ríkið geri virkar ráðstaf- anir til þess að breyta innanlandslöggjöf í tilefni af milliríkjasamn- ingum, sem það gengst undir, ef því er að skipta. Er nokkur brotalöm 143

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.