Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 30

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 30
lögum 20/1981, 1. og 2. gr., er breyta 1. mgr. 59. gr. og 1. málslið 60. gr. hgl. Segir nú, að rannsókn út af nýju broti (skilorðsrofi) á skil- orðstíma verði að hefjast áður en honum lýkur „fyrir rétti eða lögreglu- stjóra (rannsóknarlögreglustjóra ríkisins) eða löglærðum fulltrúa hans“, sbr. 59. gr. 1. mgr., en í upphafi 60. gr. er til þessa ákvæðis vísað. 1 lögunum eins og þau voru fyrir þessa lagabreytingu var for- senda þess, að skilorðsdómur yrði tekinn upp til endurskoðunar végna skilorðsrofs samkv. kröfu ákæruvalds sú, að réttarrannsókn hæfist út af nýju broti eða öðru rofi á skilorði fyrir lok skilorðstíma. Vegna ný- skipunar á rannsókn mála með lögum 107, 108 og 109 frá 1976 sætir mál frumrannsókn hjá rannsóknarlögreglu, og getur orðið alllangur aðdragandi að því, að það komi fyrir dóm, sbr. t. d. hrd. XLIX (1978) : 1100. Vegna þess var þörf á viðmiðun og tímamarki, sem félli fyrr til, þó að aðgættu réttaröryggi. Búa þessi sjónarmið að baki ákvæðun- um. Er máli þessu skipað hér að sínu leyti eins og við fyrningu, sbr. 82. gr. hgl., sbr. lög 20/1981, 6. gr. Bent er á, að ákvæðum 1. mgr. 42. gr., sbr. lög 16/1976, 3. gr., um rof á skilorði reynslulausnar, hefir ekki enn verið breytt. Um skilorðsbundna náðun, sjá 5. mgr. 42. gr. og hrd. LII (1981):1086. Rétt þykir nú að hyggja nokkuð að skilorðsdómum, uppkveðnum í Hæstarétti síðustu árin. V. 4. Skilorðsdómar kveðnir upp í Hæstarétti 1964—1983 settir fram í töfluformi. Skilorðstími Refsihæð eða refsi- Dómasafn Brot (lengd, upphaf) ákvörðun frestað XXXV: 1 246. gr. hgl. 3 ár (nýtt upphaf ákveðið í hrd.) 30 daga fangelsi XXXVI: 385 244. gr. 3 ár 6 mánaða fangelsi ,, : 389 155. og 248. gr. 3 ár 10 mánaða fangelsi XXXVII: 83 155. gr. 3 ár 4 mánaða fangelsi ,, : 440 217. gr. 2 ár Refsiákv. fr. (einka- mál) 2 menn ,, : 405 218. gr. 2 ár 45 daga varðhald ,, : 494 218. gr. 2 ór 20 daga varðhald XXXVIII: 496 215., 219. gr. 3 ór 4 mánaða varðhald ,, : 737 247. gr. (vanskil á skatti starfsm.) 2 ár 4 mánaða fangelsi ,, : 740 XXXIX: 654 247. gr. (sama) (skb. í hérd. óskb. í HR) 2 ár 3 mánaða fangelsi XLI: 202 259. gr., ölvunar- akstur 2 ár 3 mánaða fangelsi 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.